SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja

Sometimes you just have to eat a whole cucumber…

…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hina víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert mér gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefninlega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sek! Að vinna í samstarfi við fyrirtæki gengur oft útá að kynna vörur og þegar ég stóð mig að því að grípa alltaf í organic liquid vörurnar til að fá fram rétta bragðið þá datt mér í hug að það væri auðvitað brilliant leið að deila með ykkur uppskrift sem sýnir ykkur hvernig ég hef notað þær undanfarið.

Read More
Smáréttir (Sides) Hildur Ómarsdóttir Smáréttir (Sides) Hildur Ómarsdóttir

Sæt hátíðarmús

Meðlætið á aðfangadag er ekki síður mikilvægt en aðalrétturinn. Sætkartöflumús er eitt af þeim meðlætum sem mér finnst algjörlega ómissandi á aðfangadag með hnetusteikinni okkar. Samt ekki bara venjuleg sætkartöflumús heldur okkar hátíðarmús með sítrónu og hvítlauk sem gerir einhvern ótrúlegan karakter sem svo passar svo frábærlega vel við mildu hnetusteikina okkar og sveppasósuna. Við maukum hana svo í matvinnsluvél svo hún verði silkimjúk og gjörsamlega bráðnar í munninum.

Read More

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Quinoa salat með grænáli og ólífum

Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.

Read More