Sæt hátíðarmús

Meðlætið á aðfangadag er ekki síður mikilvægt en aðalrétturinn. Sætkartöflumús er eitt af þeim meðlætum sem mér finnst algjörlega ómissandi á aðfangadag með hnetusteikinni okkar. Samt ekki bara venjuleg sætkartöflumús heldur okkar hátíðarmús með sítrónu og hvítlauk sem gerir einhvern ótrúlegan karakter sem svo passar svo frábærlega vel við mildu hnetusteikina okkar og sveppasósuna. Við maukum hana svo í matvinnsluvél svo hún verði silkimjúk og gjörsamlega bráðnar í munninum.

Þú þarft:

  • 2 sætar kartöflur

  • 1 hvítlauksrif

  • 1-2 msk ólífuolía

  • 1 tsk safi úr ferskri sítrónu

  • salt

Aðferð:

  1. Skrælið sætu kartöflurnar, skerið í bita og gufusjóðið þar til mjúkar.

  2. Maukið bitana ásamt rifnum hvítlauknum. Ég mæli með að nota matvinnsluvél til að fá sem mýksta áferð en kartöflustappari virkar alveg líka.

  3. Bætið við olíunni og sítrónusafanum.

  4. Smakkið til og saltið eftir smekk.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Next
Next

Hnetusteikin okkar