Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Grískt salat með basil tófúteningum

“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með past

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Heit salatskál með svörtum hrísgrjónum og karrýsósu

Er það ekki ótrúlega skemmtilegt þegar það bætist við vöruúrvalið hérlendis af heilnæmum, lífrænum, óunnum vörum…”whole foods”! Er til íslenskt orð yfir “whole foods”?

Þegar ég bjó í Svíþjóð uppgötvaði ég svört hrísgrjón. Þau voru í boði sem grunnur fyrir salat skálar á ótrúlega flottum nútímalegum salatstað sem lagði mikið uppúr gæða hráefni. Eftir það var ekki aftur snúið, þetta eru hrísgrjón með karakter, þau eru grófari undir tönn en þessi hvítu og verða ekki klessugrjón. Þau eru ekki bara skemmtileg á litinn heldur leyna þau á sér hvað varðar næringu. Dökki liturinn sem einkenna þau stafar af andoxunaref

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum

Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Hummus pasta með súrkáli og ólífum

Hummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á, til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salat með gulrótum, radísum, avocado og spírum borið fram með sinnepsdressingunni hans pabba

Hér kemur litríkt og gott salat, stútfullt af vítamínum þar sem hráefnið er fjölbreytt. Þetta salat er innblásið frá pabba sem býður mér reglulega á þetta salat og svo geggjuðu sinneps og appelsínu dressinguna sem hann gerir á núll einni og verður alltaf jafn góð. Spírurnar hámarka svo næringargildi salatsins með sín öflugu vítamín, ensím, prótín og lífsorku. Það líður öllum vel eftir þetta salat.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu

Ég heyri alltof oft niðrandi orð um salat. Salat dettur inn í flokkinn “kanínufóður” eða einhverskonar megrunarkúr. Veganar borða bara salat heyrir maður stundum í þeim tón eins og það væri slæmt. Ég skal leiðrétta það að allir veganar borða ekki bara salat en það þyrfti þó ekki að vera slæmt að borða bara salat,… þ.e.a.s ef það er alvöru salat ;). Það súrealíska er að veganar eru þeir sem geta sjaldnast fengið alvöru salat á veitingastöðum. Vegan hamborgari er svona meiri klassík á vegan matseðlinum.

Read More

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Ferskur salatdiskur með hummus og tahinisósu

Þessi salatdiskur á sér sögu í minni æsku. Við mamma köllum þetta tahini disk og var mamma vön að útbúa svona salatdisk fyrir mig af og til þegar við vorum tvær einar heima og ég elskaði það, þetta var svo mikill lúxus að fá svona mömmusalat. Það var í raun bara ferskt grænmeti (cellerí var algjört must!), salat og tahinisósa. Hér hef ég bætt við hummus til að gera diskinn enn saðsamari en það er í raun útfærslan sem varð til í fæðingarorlofi hjá mér. Hægt er að eiga niðurskorið grænmeti í boxi inní ísskáp og tilbúna dressingu og þá er þetta kærkomin máltíð á 2 mínútum fyrir foreldra í orlofi eða bara fyrir hvern þann sem vill einfalda sér lífið. Hér að neðan hef ég haft einfaldleikann að leiðarljósi og valið keyptan

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Asískt salat með tófú

Hér er salat sem hefur verið í miklu uppáhaldi en tófú og asískar dressingar er eitthvað sem ég fæ aldrei leið á. Ég átti alltaf eftir að birta uppskriftina hér á síðunni en þessa birti ég á instagram í janúar í fyrra og uppskriftina er einnig að finna í uppskriftaappi krónunnar og því hægt að kaupa allt í uppskriftina með einu klikki, frekar þægilegt.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

MöndluMæjó

Þessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið verið að prófa allskonar dressingar til að gera salötin skemmtileg og fjölbreytt. Ágæt þumalputtaregla í dressingu er að hafa fitugjafa og eitthvað súrt, sætt og salt…. og svo má hugamyndaflugið hlaupa af stað. Fitugjafinn þarf ekki endilega að vera olía heldur er hægt að leika sér með hnetur, möndlur, fræ eða lárperu. Ég var oft að gera allskonar sósur úr kasjúhnetum en þar sem möndlur eru basískari hafa þær aðeins verið að heilla mig meira en hnetur þessa dagana.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Baunir úr dós er svo handhægur og fljótlegur próteingjafi. Ég er með æði fyrir lífrænum kjúklingabaunum núna og mér finnst svo gott að steikja þær í smá stund á pönnu með kryddum til að setja útá stórt og gott salat og þar með gera það matmeira og næringaríkara. Þú getur í raun notað hvaða krydd eða kryddblöndur sem er. Ég er að dýrka tilbúnu kryddblöndurnar frá Kryddhúsinu, að þessu sinni valdi ég miðausturlenska kryddblöndu sem mér finnst passa einstaklega vel með tahinisósunni. Baunir innihalda ekki bara prótein heldur einnig vítamín, steinefni og trefjar, sannkölluð “all in one” fæða. Ég myndi einnig segja að lífrænar baunir úr dós séu hinn fullkomni skyndibiti fyrir litlu krílin. Fyrir utan hvað þær eru hollar og góðar eru þær líka skemmtilegar fyrir litla putta.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Karrý tófúsalat

Ég fæ stundum spurningu um hvort sé í lagi að borða tófú “hrátt”. Ójá það er sko í góðu lagi og er það einmitt alveg tilvalið að nota í ýmis brauðsalöt. Það gerir salatinu fyllingu sem gerir það matmeira og auk þess próteinríkt. Hér er karrýtófúsalat sem ég geri aftur og aftur og mögulega á ég það til að tvöfalda uppskriftina. Salatið er tilvalið sem svona klassískt brauðsalat með brauði og kexi á veisluborði en er líka gott á sumarhlaðborðið með bökuðu kartöflunni eða á ristað brauðið sem fljótleg máltíð. Það er kannski einfaldara að segja bara að það sé gott með ÖLLU.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Quinoa salat með grænáli og ólífum

Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.

Read More