Salat með gulrótum, radísum, avocado og spírum borið fram með sinnepsdressingunni hans pabba

Hér kemur litríkt og gott salat, stútfullt af vítamínum þar sem hráefnið er fjölbreytt. Þetta salat er innblásið frá pabba sem býður mér reglulega í þetta salat og svo geggjuðu sinneps og appelsínu dressinguna sem hann gerir á núll einni og verður alltaf jafn góð. Spírurnar hámarka svo næringargildi salatsins með sín öflugu vítamín, ensím, prótín og lífsorku. Það líður öllum vel eftir þetta salat.

Ég lista hér upp hráefninu en magnið fer algjörlega eftir því hvort þú borðir salatið sem máltíð, sem hliðarsalat og hvaða hráefni eru í uppáhaldi hjá þér hverju sinni…. já eða hversu svöng/svangur þú ert.

Færslan er unnin í samstarfi við Ecospíru.

Þú þarft:

  • Spínatkál

  • Íssalat

  • Rauðlaukur

  • Gúrka

  • Kokteiltómatar

  • Grænar lífrænum ólífum

  • Gulrót

  • Papríka, rauð eða gul

  • Avocado

  • Radísur

  • Prótein spírublanda frá Eco spíru

  • Brokkólí- & smáraspírur frá Eco spíru

  • 1 tsk eplaedik (valfrjálst)

Dressing:

  • ½ búnt steinselja, kóreander eða grænt salat

  • 1 msk lífrænt sinnep án sætu (ég nota Bunalun sem fæst í veganbúðinni)

  • 1 msk lífræn sesamolía

  • Safi úr 2 appelsínum

  • 1 hvítlauksrif

  • ¼ avocado (til að þykkja, einnig hægt að nota ólífuolíu)

  • sítróna og jurtasalt eftir þörfum, stundum setjum við jafnvel eina döðlu til að gera hana örlítið sætari.

Möndlukurl eða hnetukurl passar rosalega vel með þessu salati, uppskrift hér.

Aðferð:

  1. Skolið allt grænmetið og skerið smátt. Ég kýs að rífa gulrótina niður með rifjárni, það er einnig hægt að rífa radísurnar niður.

  2. Blandið öllu hráefninu saman í stóra skál og blandið vel, hér myndi maður setja eplaedikið útá en það er algjörlega valfrjálst. Ágætt er að halda avocadoinu sér ef geyma á salatið.

  3. Útbúið dressinguna með því að koma öllum hráefnum fyrir í hátt glas og blandið með töfrasprota, einnig hægt að nota blender. Smakkið til og bæta við sítrónusafa fyrir enn meiri ferskleika eða jurtasalti til að upphefja brögði og draga úr því sæta.

  4. Berið fram salatið í stórri skál með dressingunni til hliðar. Hægt að borða sem máltíð eða meðlæti.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Bleik dreka skál

Next
Next

“Wannabe” bingó kúlur