Bleik dreka skál
Smoothie skálar eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili og krakkarnir kalla þær “ís”. Við gerum okkur gjarnan smoothie skál eftir leikskóla og veljum okkur eitthvað gott til að toppa skálina með. Sjálf get ég borðað smoothieskál sem morgun-, hádegis-, eða kvöldmat á hvaða árstíma sem er, ég bara elska allt við þær. Frábær leið til að borða ávexti og ber og ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt og einfalt er að græja þær og uppvaskið lítið.
Það er líka sennilega auðveldasta leiðin til að bæta ofurfæðu inní daginn að setja hana útí smoothieskál en í þessa skál nota ég Pink pitaya duft sem er duft úr bleikum drekaávexti. Ávöxturinn er á meðal þeirra sem flokkast til ofurfæðu þar sem hann er virkilega næringarþéttur, hann er ríkur af andoxunarefnum og inniheldur hátt hlutfall trefja og meira að segja eru fræin úr honum rík af omega 3 fitusýrum. Ég hef ekki séð ávöxtinn til sölu hérlendist svo mér finnst frábært að hægt sé að nálgast ávöxtinn á þurrkuðu formi. Duftið færðu t.d. hjá Tropic.is.
Ég toppa skálarnar mínar yfirleitt með ávöxtum og einhverskonar möndlu- eða hnetusmjöri og mér til mikillar gleði hefur Tropic.is byrjað að flytja inn möndlu- og annarskonar hnetusmjör úr virkjuðum möndlum og hnetum. Þá er búið að blautleggja möndlurnar/hneturnar og gera næringarefnin aðgengilegri ásamt því að þær verða auðmeltanlegri og verða mildari í magann.
Færslan er unnin í samstarfi við Tropic.is.
Nýttu þér 10% afslátt af hinum ýmsu ofurfæðum með kóðanum “hilduromars” inná Tropic.is
Þú þarft:
2 dl frosinn mangó
2dl lífræn frosin hindber
2 dl frosinn ananas
1 banani
2 tsk pink pitaya duft, kaupa hér, 10% afsláttur með “hilduromars”
1/2 tsk lífrænt vanilluduft
Valfrjálst: Þynnið með möndlumjólk eða annarri ósætri jurtamjólk ef blenderinn ræður ekki við að blanda ávöxtunum.
Toppaðu t.d. með:
Virkjuðu möndlusmjöri, kaupa hér, 10% afsláttur með “hilduromars”
Mórberjum
Banana
Frosnum hindberjum
Carob,- cacao,- eða lakkrísdufti
Kakósmjöri
eða múslí, hér er t.d. uppskrift af heimagerðu granóla og hér önnur af fljótlegu pönnumúslí.
Aðferð:
Útbúið skálina með því að setja alla ávexti ásamt pink pitaya dufti og vanillu í öflugan blender eða matvinnsluvél og blandið þar til áferðin líkist ís.
Berið fram í skál og toppið með því sem þér finnst gott.
Verði ykkur að góðu.