MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Red velvet smoothie

Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

“1001 nótt” smoothie skál

Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.

Í smoothieinn er notaður eplasafi úr kreistum eplum en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

3 hráefna suðrænn smoothie

Margir velja að nota ávaxtasafa í smoothie-inn sinn sem getur verið alveg ofboðslega gott. Safar geta þó verið mjög mismunandi með tilliti til gæða og margir þeirra úr þykkni.

Ég ákvað að prófa að nota suðrænan safa frá Beutelsbacher til að gera suðrænan smoothie. Safinn er alveg fáránlega góður einn og sér og hefur þykka áferð sem ég fíla. Safinn er 100% lífrænn, ekki búinn til úr þykkni, pressaður í upprunalandi til að viðhalda gæðum og næringarinnihaldi og hlaut viðurkenningu á lífrænni sýningu í Kaupmannahöfn fyrir bestu þýsku vöruna.... Þetta er safi sem ber með sér virðingu og verðskuldað orðspor í brans

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik dreka skál

Smoothie skálar eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili og krakkarnir kalla þær “ís”. Við gerum okkur gjarnan smoothie skál eftir leikskóla og veljum okkur eitthvað gott til að toppa skálina með. Sjálf get ég borðað smoothieskál sem morgun-, hádegis-, eða kvöldmat á hvaða árstíma sem er, ég bara elska allt við þær. Frábær leið til að borða ávexti og ber og ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt og einfalt er að græja þær og uppvaskið lítið.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Ljúfur rauðrófusmoothie með ananas

Enn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi

Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka

Read More