Sætur rauðrófusmoothie
Ef þú hefur fylgt mér á instagram ættiru að kannast við þennan, já eða hinn…. en rauðrófusmoothie-arnir hafa verið í uppáhaldi hjá mér nokkuð lengi og ég fæ ekki leið!
Þú þarft:
200 ml rauðrófusafi frá Beutelsbacher
1 banani
2 dl frosin hindber
2 dl frosið mangó
1 stk lime (án hýðis)
4 cm engifer
200 ml vatn.
Aðferð:
Öllu blandað saman í blandara. Njótið!
Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi.