Salatskál með forsoðnu hvítu og rauðu quinoa og karrý tahinisósu

Quinoa er svo frábær fæða og nota ég quinoa mikið með mat eða sem salatgrunn. Nú er hægt að kaupa forsoðið quinoa sem tekur 2 mínútur að hita á pönnu sem getur komið sér einstaklega vel þegar maður er í tímaþröng en vill samt græjar sér holla máltíð. Mig langar að segja að það hafi tekið mig 5 mínútur að græja þetta salat.

Færslan er unnin í samstarfi við Quinola á Íslandi (ath umbúðir hafa breytt um útlit).

Þú þarft:

  • 1 msk olía til steikingar

  • 1 pakka forsoðið quinoa frá Quinola

  • 1 stilkur sellerí

  • 1 snakkpapríka eða 1/2 venjuleg

  • 1/6 rauðlaukur

  • 1 avocado

  • Nokkur blöð af íssalati

Tahini Dressing með karrý:

  • 1/2 dl ljóst tahini

  • safi úr 1/2 sítrónu

  • 1 dl vatn

  • 1 hvítlauksrif (valfrjálst)

  • 2 tsk karrý

  • smá jurtasalt

Aðferð:

  1. Forsoðið qunioa steikt á pönnu í olíu. Á meðan quinoað er að hitna skerðu papríku, sellerí, rauðlauk og avocado.

  2. Útbúðu tahinidressinguna með því að setja öll innihaldsefnin í krukku eða glas með loki og hrist saman í smá stund, ágætt er að setja bara hluta af vatninu í einu og bæta við eftir þörfum. Einnig er hægt að hræra öllu saman með gaffli.

  3. Berið fram sem salatskál með karrý-tahini dressingu.

  4. Kreistið gjarnan smá sítrónu yfir fyrir auka ferskleika.

Tips. Súrkál myndi einnig vera mjög gott með þessari skál. 

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Mexicoskál með spicy mexican quinoa

Next
Next

Sætur rauðrófusmoothie