Salatskál með forsoðnu hvítu og rauðu quinoa og karrý tahinisósu
Færslan er unnin í samstarfi við Quinola á Íslandi (ath umbúðir hafa breytt um útlit).
Þú þarft:
1 msk olía til steikingar
1 pakka forsoðið quinoa frá Quinola
1 stilkur sellerí
1 snakkpapríka eða 1/2 venjuleg
1/6 rauðlaukur
1 avocado
Nokkur blöð af íssalati
Tahini Dressing með karrý:
1/2 dl ljóst tahini
safi úr 1/2 sítrónu
1 dl vatn
1 hvítlauksrif (valfrjálst)
2 tsk karrý
smá jurtasalt
Aðferð:
Forsoðið qunioa steikt á pönnu í olíu. Á meðan quinoað er að hitna skerðu papríku, sellerí, rauðlauk og avocado.
Útbúðu tahinidressinguna með því að setja öll innihaldsefnin í krukku eða glas með loki og hrist saman í smá stund, ágætt er að setja bara hluta af vatninu í einu og bæta við eftir þörfum. Einnig er hægt að hræra öllu saman með gaffli.
Berið fram sem salatskál með karrý-tahini dressingu.
Kreistið gjarnan smá sítrónu yfir fyrir auka ferskleika.
Tips. Súrkál myndi einnig vera mjög gott með þessari skál.
Verði ykkur að góðu.