Ofureinföld linsusúpa sem kemur öllum á óvart
Þetta er súpan / linsurétturinn sem við munum elda í ferðalaginu í sumar! Þú þarft einn pott og hráefnið er þurrvara plús laukur og sítrón sem þarf ekki að vera í kæli, fullkomið til að taka með í langferðalagið og elda á prímusnum svo skemmir ekki hvað hún er næringaþétt og börnin mín og maðurinn minn ELSKA hana! Þegar við höfum eldað hana hér heima höfum við oftast hrísgrjón sem er hittari hjá krökkunum. Hún er ekki bara einföld heldur líka ofboðslega fljótleg.
Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.
Hummus pasta með súrkáli og ólífum
Hummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á, til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.
Ferskur salatdiskur með hummus og tahinisósu
Þessi salatdiskur á sér sögu í minni æsku. Við mamma köllum þetta tahini disk og var mamma vön að útbúa svona salatdisk fyrir mig af og til þegar við vorum tvær einar heima og ég elskaði það, þetta var svo mikill lúxus að fá svona mömmusalat. Það var í raun bara ferskt grænmeti (cellerí var algjört must!), salat og tahinisósa. Hér hef ég bætt við hummus til að gera diskinn enn saðsamari en það er í raun útfærslan sem varð til í fæðingarorlofi hjá mér. Hægt er að eiga niðurskorið grænmeti í boxi inní ísskáp og tilbúna dressingu og þá er þetta kærkomin máltíð á 2 mínútum fyrir foreldra í orlofi eða bara fyrir hvern þann sem vill einfalda sér lífið. Hér að neðan hef ég haft einfaldleikann að leiðarljósi og valið keyptan
Lífrænt ofurfljótlegt pönnumúslí
Múslí útbúið á pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara.
Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu
Ótrúlega einfaldur og fljótlegur kjúklingabaunaréttur í tikkamasalasósu. Borinn fram með vegan raithu og hýðishrísgrjónum.
Mexicoskál með spicy mexican quinoa
Quinoa er svo mikil snilld til að gera matmikið salat, en þetta mexikó kryddaða quinoa inniheldur einnig gular og svartar baunir og gerir salatið ekki bara matmeira heldur er svo ótrúlega bragðgott. Þessi skál var í miklu uppáhaldi í fæðingarorlofinu enda saðsöm, bragðgóð og fljótleg.
Salatskál með forsoðnu hvítu og rauðu quinoa og karrý tahinisósu
Quinoa er svo frábær fæða og nota ég quinoa mikið með mat eða sem salatgrunn. Nú er hægt að kaupa forsoðið quinoa sem tekur 2 mínútur að hita á pönnu sem getur komið sér einstaklega vel þegar maður er í tímaþröng en vill samt græjar sér holla máltíð. Mig langar að segja að það hafi tekið mig 5 mínútur að græja þetta salat.