Lífrænt ofurfljótlegt pönnumúslí

Múslí útbúið á pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara.
Í þessa uppskrift nota ég lífrænar vörur frá Rapunzel. Færslan er unnin í samstarfi við gerum daginn girnilegan.

Þú þarft:

  • 1 dl lífrænt kókos (kókosmjöl)

  • 1 dl lífrænir hafrar

  • 1 dl lífrænar möndlur

  • 5 þurrkaðar lífrænar döðlur

  • ½ tsk kanill

  • ¼ tsk lífrænt vanilluduft

  • 1 msk lífræn kaldpressuð kókosolía

Aðferð:

  1. Byrjið á að saxa möndlurnar og döðlurnar smátt.

  2. Setjið hafra, kókos, döðlur og möndlur á þurra pönnu.

  3. Setjið helluna á meðalháan hita og hrærið nokkuð stöðugt í blöndunni allan tíman og fylgist vel með kókosnum. Við erum í raun bara að bíða eftir að kókosinn ristist léttilega.

  4. Þegar við sjáum að kókosinn er farinn að ristast bætum við kanil og vanillu og kókosolíu útá og hrært vel saman. Hafrarnir draga í sig olíuna og þegar þeir eru orðnir þurrir er múslíið tilbúið.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Nan brauð

Next
Next

Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu