Mexicoskál með spicy mexican quinoa
Quinoa er svo mikil snilld til að gera matmikið salat, en þetta mexikó kryddaða quinoa inniheldur einnig gular og svartar baunir og gerir salatið ekki bara matmeira heldur er svo ótrúlega bragðgott. Þessi skál var í miklu uppáhaldi í fæðingarorlofinu enda saðsöm, bragðgóð og fljótleg.
Færslan er unnin í samstarfi við Quinola á íslandi (ath útlit umbúða hefur breyst).
Þú þarft:
Þú þarf (fyrir 1):
1 pakka forsoðið spicy mexico quinoa frá Quinola
íssalat
6 kokteiltómata
1/6 rauðlauk
1 avocado
nokkur nachos með salti
kóreander
lime
Dressing
1 dl oatly hrein hafrajógúrt
safi úr 1/2 lime
1/4 tsk jurtasalt
Aðferð:
Forsoðið spicy mexico qunioa steikt á pönnu í olíu. Skerið tómata, rauðlauk og avocado á meðan quinoað er að hitna á pönnunni.
Útbúið dressinguna með því að hræra saman jógúrt, safa úr lime og jurtasalti saman í skál.
Berið quinoað fram í skál með stökku íssalati, smátt skornu grænmetinu, vegan jógúrtsósu, nachos og toppið með kóreander.
Verði ykkur að góðu.