Red velvet smoothie
Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.
Ljúfur rauðrófusmoothie með ananas
Enn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.
Sætur rauðrófusmoothie
Ef þú hefur fylgt mér á instagram ættiru að kannast við þennan, já eða hinn…. en rauðrófusmoothie-arnir hafa verið í uppáhaldi hjá mér nokkuð lengi og ég fæ ekki leið!
Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi
Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka