Ljúfur rauðrófusmoothie með ananas
Enn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.
Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi.
Þú þarft:
2 dl frosinn ananas
2 dl Mango
1 Lime (safinn eða það má líka skera hýðið burt og nota hann heilann)
3/4-1 dl Rauðrofusafi frá Beutelsbacher
Vænn biti engifer
3 dl Haframjólk
Aðferð:
Öllu blandað saman í blandara. Njótið!
Ef þú átt ferska myntu er ótrúlega gott að bæta smá af henni útí líka en það þarf ekki.
Verði ykkur að góðu.