Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi

Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka.

Þú þarft: 

1stk 200 ml flaska rauðrófusafi frá Beutelsbacher

2 dl frosin hindber

2 dl frosið mangó

1 stk lime (án hýðis)

1 „þumall“ engifer

Nokkrir klarar

1-2 dl vatn.

Aðferð:

Öllu blandað saman í blandara. Magn vatns fer soldið eftir því hversu þykkan þú villt hafa smoothie-inn.

Njótið !

Líkaði þér þessi? Hér er önnur útfærsla sem ég gæti trúað að þú eigir líka eftir að elska!

Og ef þið spyrjið mig hvort hann sé “barnvænn” þá já ;)

Previous
Previous

Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla

Next
Next

Rautt dahl