Rautt dahl
Þú þarft (fyrir 4):
Dahl:
2 msk olía til steikingar
3 scharlottlaukur eða 1 gulur
1 geiralaus hvítlaukur
1 msk rifinn engifer
1,5 tsk broddkúmen (cumin)
2 tsk garamasala
1,5 tsk túrmerik
1 dl saxaður ferskur kóreander
1 msk tómatpúrra
1 teningur grænmetiskraftur
2,5 dl rauðar linsur
600 ml vatn
2 dósir tómatar
1 dós kókosmjólk
ca 1/2 tsk salt
Meðlæti
250-300 gr Basmati hrísgrjón
kóreander
lime
Aðferð:
Byrjið á að steikja smátt saxaðan lauk, hvítlauk og engifer uppúr olíu þar til orðið mjúkt.
Bætið útí kryddum (nema salti) kóreander, tómatpúrrunni, grænmetiskraft og síðast linsum og leyfið kryddunum að hitna í 1-2 mínútur. Bætið við olíu ef kryddin byrja að festast við botninn og hrærið stöðugt.
Bætið síðan við vatni í pottinn. Maukið tómatana með töfrasprota eða í litlum blender og bætið þeim maukuðum útí pottinn og síðast kókosmjólkinni og leyfið að malla þar til linsurnar eru orðnan mjúkar, ca 10-15 mínútur. Smakkið til og bætið saltinu útí.
Sjóðið basmati grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
Berið dahlið fram ásamt hrísgrjónunum og toppið með kóreander og limesafa.
Rétturinn er frábær með vegan nan brauði, uppskrift hér og vegan raitu, uppskrift hér.
Verði ykkur að góðu.