Falafel skál með tahinisósu
Þú þarft (fyrir 4):
Skálin:
Olía til steikingar
1 poki falafelbollur - ég nota sænskar frá Dafgard en þær eru æðislega mjúkar og góðar
250 gr salatblanda
1 rauðlaukur
2 öskjur kokteiltómatar
Ólífuolía
Sítróna
Tahini sósan:
1 dl ljóst tahini frá Rapunzel
2 hvitlauksrif
Safi úr 1 sítrónu
1,5 - 2 dl vatn
1 msk hlutlaus olía, t.d. sólblómaolía frá Rapunzel (má sleppa)
1/4 tsk jurtasalt
Aðferð:
Skolið og þerrið kálið og skerið niður rauðlaukinn og tómatana. Setjið salatið ásamt tómötum og rauðlauk í skál og hellið smá ólífuolíu og sítrónusafa yfir.
Hitið falafel bollurnar á pönnu í olíu á miðlungs hita.
Útbúið dressinguna á meðan bollurnar eru að hitna með því að blanda öllum sósuhráefnunum saman í blender eða með töfrasprota. Ágætt að setja ekki allt vatnið í einu þar sem áferð sósunnar getur verið smekksatriði.
Borið fram sem salat diskur með falafelbollum og vel af sósu yfir.
Verði ykkur að góðu.