Falafel skál með tahinisósu

Falafel eru saðsamar bollur úr kjúklingabaunum og hægt að bera þær fram á ótal vegu. Að mínu mati á alltaf að bera falafel fram með tahinisósu, þá fær maður ekta austurlenskan fíling. Hér höfum við einfalda útgáfu af falafel disk með tahinisósu.

Þú þarft (fyrir 4):

Skálin:

  • Olía til steikingar

  • 1 poki falafelbollur - ég nota sænskar frá Dafgard en þær eru æðislega mjúkar og góðar

  • 250 gr salatblanda

  • 1 rauðlaukur

  • 2 öskjur kokteiltómatar

  • Ólífuolía

  • Sítróna

Tahini sósan:

  • 1 dl ljóst tahini frá Rapunzel

  • 2 hvitlauksrif

  • Safi úr 1 sítrónu

  • 1,5 - 2 dl vatn

  • 1 msk hlutlaus olía, t.d. sólblómaolía frá Rapunzel (má sleppa)

  • 1/4 tsk jurtasalt

Aðferð:

  1. Skolið og þerrið kálið og skerið niður rauðlaukinn og tómatana. Setjið salatið ásamt tómötum og rauðlauk í skál og hellið smá ólífuolíu og sítrónusafa yfir.

  2. Hitið falafel bollurnar á pönnu í olíu á miðlungs hita.

  3. Útbúið dressinguna á meðan bollurnar eru að hitna  með því að blanda öllum sósuhráefnunum saman í blender eða með töfrasprota. Ágætt að setja ekki allt vatnið í einu þar sem áferð sósunnar getur verið smekksatriði.

  4. Borið fram sem salat diskur með falafelbollum og vel af sósu yfir.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Rautt dahl

Next
Next

Rjómapasta með pestó