Rjómapasta með pestó
Þú þarft (fyrir ca 3):
Olía
1/2 geiralaus hvítlaukur
1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
1/2 askja oatly hafrasmurostur (þessi blái)
3-4 dl oatly hafrarjómi
1/2 krukka grænt pestó frá Rapunzel (eða meira fyrir meira pestóbragð)
500g kg spaghetti frá De Cecco
Grænar ólívur frá Rapunzel
Klettasalat
Salt
Aðferð:
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, mæli með að setja smá olíu og salt í pottinn.
Steikið smátt skorinn hvítlauk í smá olíu á pönnu í örskamma stund, rétt aðeins til að mýkja hann. Blandið hafrasmurosti, hafrarjóma, grænmetiskrafti og pestó útá pönnuna og leyfið að malla.
Hellið vökvanum af spaghettíinu þegar það er tilbúið og blandið saman við sósuna.
Berið fram með grænum ólívum og klettasalati og saltið eftir smekk.
Graskersolía passar einstaklega vel með réttinum. Verði ykkur að góðu.