Waldorfsalat

Hér höfum við waldorfsalat með pekan hentum, sellerí, eplum og vínberjum.

Waldorfsalat er eitthvað sem við gerum bara á jólunum og er bara algjörlega ómissandi á jólunum. Áður en ég varð vegan notuðum við kúarjóma en það er ótrúlegt hvað vöruúrvalið er orðið frábært og notaði ég oatly þeytirjómann í þessa uppskrift. Ég elska að hann sé ekki mjög sætur eins og flest aðrir vegan þeytirjómar og því hægt að stýra sæta bragðinu af salatinu sjálf. Selleríið og eplin gefa svo salatinu þetta fullkomna “crunch" í annars mjög rjómakendri áferð.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

  • 3 græn epli

  • 3 stk sellerístönglar

  • 200 g vínber, blá eða græn (eða bæði)

  • 70 g pekanhnetur

  • 150 ml oatly visp þeytirjómi

  • 100 ml oatly creme fraiche

  • 3 msk vegan majónes

  • 1 msk hlynsíróp

  • Smá hvítur pipar

  • Suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og ristið pekanhneturnar létt á þurri pönnu.

  2. Skerið svo epli, sellerí og vínber í litla bita. Svo er öllu blandað saman í skál.

  3. Toppið með rifnu suðursúkkulaði, þar fer magn eftir smekk..

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Rjómapasta með pestó

Next
Next

Tófú Taco