3 hráefna suðrænn smoothie
Margir velja að nota ávaxtasafa í smoothie-inn sinn sem getur verið alveg ofboðslega gott. Safar geta þó verið mjög mismunandi með tilliti til gæða og margir þeirra úr þykkni.
Ég ákvað að prófa að nota suðrænan safa frá Beutelsbacher til að gera suðrænan smoothie. Safinn er alveg fáránlega góður einn og sér og hefur þykka áferð sem ég fíla. Safinn er 100% lífrænn, ekki búinn til úr þykkni, pressaður í upprunalandi til að viðhalda gæðum og næringarinnihaldi og hlaut viðurkenningu á lífrænni sýningu í Kaupmannahöfn fyrir bestu þýsku vöruna.... Þetta er safi sem ber með sér virðingu og verðskuldað orðspor í bransanum sem er eitthvað pínu skemmtilegt tvist.
Mæli með að smakka þenna og prófa að blanda honum í smoothie.
Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi.
Þú þarft:
1 litla flösku af "Hrein Safablanda" safa frá Beutelsbacher
1 banana
3 dl frosinn mangó, líka hægt að nota ananas eða blanda
Aðferð:
Allt sett í blandara og blandað þar til orðið að silkimjúkum þykkum suðrænum smoothie.
Verði ykkur að góðu.