Ávaxtasafapinnar
Ég er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa sumarlegu, lífrænu og einföldu frostpinna. Á meðan erfitt er að finna náttúrulega frostpinna á markaðnum þá hef ég leikið mér að gera allskonar útgáfur heima. Stundum hefur einfaldleikinn unnið og þá hefur mér fundist brilliant að nota lífrænu Beutelsbacher safana. Hér erum við með ávaxtasafann frá þeim sem er svo ótrúlega góður og ég er ekki hissa að han
3 hráefna suðrænn smoothie
Margir velja að nota ávaxtasafa í smoothie-inn sinn sem getur verið alveg ofboðslega gott. Safar geta þó verið mjög mismunandi með tilliti til gæða og margir þeirra úr þykkni.
Ég ákvað að prófa að nota suðrænan safa frá Beutelsbacher til að gera suðrænan smoothie. Safinn er alveg fáránlega góður einn og sér og hefur þykka áferð sem ég fíla. Safinn er 100% lífrænn, ekki búinn til úr þykkni, pressaður í upprunalandi til að viðhalda gæðum og næringarinnihaldi og hlaut viðurkenningu á lífrænni sýningu í Kaupmannahöfn fyrir bestu þýsku vöruna.... Þetta er safi sem ber með sér virðingu og verðskuldað orðspor í brans