Súkkulaðiíspinnar

Ég eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Ávaxtasafapinnar

Ég er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa sumarlegu, lífrænu og einföldu frostpinna. Á meðan erfitt er að finna náttúrulega frostpinna á markaðnum þá hef ég leikið mér að gera allskonar útgáfur heima. Stundum hefur einfaldleikinn unnið og þá hefur mér fundist brilliant að nota lífrænu Beutelsbacher safana. Hér erum við með ávaxtasafann frá þeim sem er svo ótrúlega góður og ég er ekki hissa að han

Read More
Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Myntuís með "súkkulaði"

Ís, hver elskar ekki ís? Hér er einn ferskur og algjörlega sykurlaus ís sem þó slær á sykurlöngunina og nærir okkur í leiðinni… svona ís sem má borða í morgunmat og alveg einstaklega góður. Spínatið gerir ísinn grænan en bragðið fer algjörlega í felur, frosnu bananarnir sjá um áferðina, döðlurnar gera hann extra sætann, kakósmjörið og kakónibburnar leika svo hlutverk súkkulaðibitanna og gera það bara einstaklega vel, myntan setur svo punktinn yfir i-ið og gerir hann að ferskum myntuís.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik dreka skál

Smoothie skálar eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili og krakkarnir kalla þær “ís”. Við gerum okkur gjarnan smoothie skál eftir leikskóla og veljum okkur eitthvað gott til að toppa skálina með. Sjálf get ég borðað smoothieskál sem morgun-, hádegis-, eða kvöldmat á hvaða árstíma sem er, ég bara elska allt við þær. Frábær leið til að borða ávexti og ber og ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt og einfalt er að græja þær og uppvaskið lítið.

Read More