SMÁRÉTTIR, Dressingar Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR, Dressingar Hildur Ómarsdóttir

Tahinidressing með döðlusírópi og balsamik

“Hvaða dressing er þetta?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ á miðlinum þegar ég sýni salötin mín svo mér datt í hug að bæta við dressingum inná síðuna. Ég geri ekki alltaf sömu dressinguna en ég viðurkenni að tahini er langoftast uppistaðan í dressingunum. Ég á það til að fá dellur fyrir einni dressingu í einu og oftast verður hún óvart til og kemur mér skemmtilega á óvart. Þetta er dæmi um svoleiðis dressingu.

Döðlur og Tahini er bragðsamsetning sem ég fæ ekki nóg af. Algjört miðausturlenskt nammi. Ég hef skrifað það hér áður en Miðausturlönd heilla mig alveg ótrúlega mikið þegar það kemur að matargerð. Tahini er hægt að nota á svo marga vegu og döðlur líka en saman fullkomnar það hvert annað. Hér er sæt dressing úr tahini, döðlusírópi og balsamik ediki.

Read More