Aspasbrauðréttur
Brauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan sem getur verið einstaklega þægilegt í veisluundirbúningi eða til að eiga tilbúna eftir annríkan vinnudag. Fyllinguna er einnig hægt að setja inní tartalettur sem við gerum alltaf um jólin..
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft:
4 msk olía
6 sléttar msk hveiti
1 teningur jurtakraftur
5 dósir hvítur aspas
Safi úr ca 1,5 dós af ananasinum
2 pelar oatly imat rjómi
1 askja rjómaostur oatly (má sleppa)
1 tsk sitrónupipar
1/4 tsk hvítur pipar
1/2 tsk jurtasalt
10 brauðsneiðar (heimilisbrauð)
Aðferð:
Bakið upp hveitijafning með því að hita olíuna ásamt hveitinu í potti, passið að hræra vel allan tíman.
Þegar hveitið og olían er farið að þykkna bætið þá aspassafa útí smátt og smátt og hrærið allan tíman. Þegar vökvanum er bætt útí þykknar hveitijafningurinn fyrst í kekki en jafnar sig svo með meiri vökva.
Rjóma og rjómaosti er svo bætt útí ásamt aspasinum og kryddum.
Leyfið þessu að malla í ca 15 mínútur eða lengur. Smakkið til og saltið eða bætið við kryddum eftir smekk.
Skerið niður brauðsneiðarnar í minni bita og komið fyrir í eldfast mót. Hellið svo aspasjafningnum yfir og blandið saman við brauðbitana.
Bakið í ofni við 180°C í 20mínútur. Hækkið svo hitann í 200°C og bakið í 5 mínútur í viðbót.
Verði ykkur að góðu.