Lífrænn epla- og mangó íspinni
Hver man ekki eftir að hafa gert frostpinna úr djús?
Þegar ég smakkaði epla- og mangó safann frá Beutelsbacher var það það fyrsta sem ég hugsaði að það væri örugglega geggjað að gera frostpinna úr honum því hann var svo þykkur og bragðmikill.
Hér höfum við þá einföldustu týpuna af hollari frostpinnum og hvet ég foreldra eða aðra ættingja að gefa litlum kroppum frekar heimagerða hollari íspinna heldur en klassíska frostpinna sem eru stútfullir af næringasnauðum sykri. Safinn er úr hreinum ávöxtum og þar að auki lífrænn.
Þú þarft:
(fyrir 3 íspinna)
1 litla flösku (200ml) af epla- og mangó safa frá Beutelsbacher.
Aðferð:
Hella safanum í íspinnaform og frysta í nokkrar klukkustundir.
Einfaldara verður það ekki!
Verði ykkur að góðu.