Oatly perludipp
Sænsk oatly perlu dip! Fyrsta uppskriftin sem ég póstaði með þangperlum varð heldur betur vinsæl. Þangperlur er staðgengill kavíarperla og einnkennast margir hátíðarréttir Svíja af einmitt kavíarperlum en auðvelt að veganæsa með því að nota þangperlur í staðinn. Við höldum okkur við sænskt þema og notum elsku uppáhalds Oatly sýrða og Oatly rjómaostinn í þessa uppskrift. Ég fer sjaldan útúr búð án þeirra. Þangperlurnar hafa fengist í ikea en því miður hefur verið skortur á þeim í einhvern tíma. Ég held í vonina að einhver matvöruverslun fari að flytja þetta inn.
Ólífu- & pestósnúðar
Vegan ólífu- & pestósnúðar á korteri! Eftir fyrsta bitann sagði mamma: “Þetta eru nú bara bestu pizzasnúðar sem ég hef smakkað”…….. Og ég er sammála henni!! Bragðmiklir, mjúkir, djúsí og svo einfaldir.
One pot pasta
Við gerðum upp íbúðina okkar haustið 2020 og í biðinni eftir borðplötu elduðum við á ferðahellu. Það kom sér þá vel að geta útbúið einfalda rétti í einum potti. Þessi réttur varð til á þessu tímabili og var eldaður oft og mörgum sinnum. Mér fannst svo kjörið að vígja nýja fallega pottinn minn með One Pot uppskrift en potturinn er búinn að bíða þolinmóður í kassa eftir flutningum í meira en ár.
Palak tófú
Hér er vegan útgáfa að klassískum Palak "Paneer" en í stað ostsins (paneer) þá nota ég tófú.
Pataks linsupottréttur
Pataks linsupottréttur með basmati hrísgrjónum. Ódýrt og einfalt. Linsubaunir er frábærlega hollar og mjög auðvelt að nota þær í pottrétti. Til að einfalda lífið ennþá meira er svo frábært að nýta sér tilbúnar kryddblöndur eða paste eins og Madras Spice pasteið frá Pataks en það er mjög bragðgott og bragðmikið og við notum það mikið í pottrétti eða súpur.
Spicy Tófú spjót á grillið
Tófúspjót á grillið. Tófú er algjörlega mitt uppáhald og vel ég það framyfir allar þær kjötlíkis afurðir á markaðnum. Það er engin undantekning þegar það kemur að því að grilla en það má vel skella því á grillið og endalaust hægt að leika sér með marineringar. Hér erum við með tófúsprjót með spicy indversku þema, borið fram með hvítlauksjógúrsósu.
Próteinrík Búddah skál
Flestir veganar hafa fengið spurninguna hvar færðu þá prótein? Hér höfum við skál með meðal annars quinoa, tófu, nýrnabaunum, möndlum og tahini og allt eru þetta próteingjafar úr plönturíkinu.
Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla
Ekkert jafnast á við heimagert granóla. Hér höfum við lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla sem fyllir heimilið af ljúfum ilm.
Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi
Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka
Rautt dahl
Indverskt rautt dahl borið fram með hrísgrjónum og nan brauði. Þessi réttur er ekki bara bráðhollur heldur hlægilega ódýr.
Falafel skál með tahinisósu
Falafel eru saðsamar bollur úr kjúklingabaunum og hægt að bera þær fram á ótal vegu. Að mínu mati á alltaf að bera falafel fram með tahinisósu, þá fær maður ekta austurlenskan fíling. Hér höfum við einfalda útgáfu af falafel disk með tahinisósu.
Rjómapasta með pestó
Pestópasta er eitthvað sem var mikið á mínu heimili þegar ég var lítil. Svo þægilegt að skella bara grænu pestói útá pasta og málið dautt. Hér er pestó pastað gert enn meira djúsí með því að útbúa rjómalagaða pestósósu með hvítlauk. Lífrænu grænu ólífurnar setja svo punktinn yfir i-ið en þær gera að mínu mati bara allt betra.
Waldorfsalat
Waldorfsalat með pekan hentum, sellerí, eplum og vínberjum. Salat sem er ómissandi um jólin og þökk sé vegan úrvalinu í dag er ekkert mál að setja það í vegan búning.