Oatly perludipp
Sænsk oatly perlu dip!
Fyrsta uppskriftin sem ég póstaði með þangperlum varð heldur betur vinsæl, þið finnið hana hér, svo vinsæl að íslensku samtök grænkera buðu finsku samtökunum uppá sænska tófúsalatið mitt. Já mér fannst það kúl! Þangperlur er staðgengill kavíarperla og einnkennast margir hátíðarréttir Svíja af einmitt kavíarperlum en auðvelt að veganæsa með því að nota þangperlur í staðinn. Við höldum okkur við sænskt þema og notum elsku uppáhalds Oatly sýrða og Oatly rjómaostinn í þessa uppskrift. Ég fer sjaldan útúr búð án þeirra. Þangperlurnar hafa fengist í ikea en því miður hefur verið skortur á þeim í einhvern tíma. Ég held í vonina að einhver matvöruverslun fari að flytja þetta inn.
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft:
1/2 askja oatly rjómaostur
1/2 askja oatly sýrður rjómi
1 kúguð tsk appelsinugular þangperlur
1 kúguð tsk svartar þangperlur
1 msk saxaður ferskur graslaukur (eða þurrkaður)
1 1/2 msk saxað ferskt dill (eða þurrkað)
Nokkrir dropar safi úr sítrónu
Himalayasalt eftir smekk
Aðferð:
Blandið oatly smurosti og oatly sýrðum rjóma saman þar til áferðin er kekkjalaus og jöfn.
Bætið svo restinn útí.
Skreytið með dilli og þangperlum.
Berið fram með söltuðu snakki !
Verði ykkur að góðu.