Oatly "overnight oats"

Overnight oats með haframjólk, hindberjamauki og ferskum ávöxtum.

Ég hef alltaf verið manneskjan sem getur ekki farið útúr húsi án þess að borða. Ég er einnig týpan sem man ekki eftir að hafa labbað útá stoppustöð þegar ég bjó í Svíþjóð…. ég var alltaf hlauparinn, líka með barnavagninn…. en það er óþarfi að fara nánar útí það.

Allavega þá var það algjört lifehack þegar ég uppgötvaði OverNightOats! Svo einfalt, fljótlegt og fullkomið að grípa með sér á morgnanna áður en “hlaupið” er af stað út. Möguleikarnir eru endalausir en hér kemur ein útgáfa sem mér finnst ofboðslega góð. Athugið uppskriftin er stór!

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

  • 2 dl hafrar

  • 1 dl chia fræ

  • 1 dl kókos

  • 2 msk hampfræ

  • 1 tsk vanilluduft

  • 3,5 dl oatly hafradrykk

  • 3,5 dl oatly barista haframjólk

  • 2,5 dl frosin hindber

  • Ferskir ávextir til að toppa grautinn með

Aðferð:

  1. Daginn áður blandið saman öllum þurrefnum saman í stóra krukku/skál og hrærið vel.

  2. Hellið svo oatly mjólkinni útí rólega og hrærið á meðan og sjáið til þess að allt blandist vel. Með því að hræra allan tíman reynum við að koma í veg fyrir að chiafræin klumpist saman.

  3. Geymið í ísskáp yfir nótt.

  4. Frosnu berjunum leyft að þiðna í annarri krukku/skál í ísskáp yfir nótt.

  5. Daginn eftir ættu berin að vera orðin mjúk. Kremjið berin léttilega og setjið sem neðsta lag í krukku, setjið lag af chiagrautnum ofan á og toppið með ferskum ávöxtum og kókos.

Uppskriftin er stór og dugir í sirka 4 skammta. Hver elskar ekki að eiga tilbúinn morgunmat í ísskápnum fyrir vikuna.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Hátíðleg kex dýfa

Next
Next

Oatly perludipp