Kremað kókosdahl

Indverskt linsubaunadahl með kókosmjólk sem gefur því extra kremaða áferð.

Dahl er hinn fullkomni réttur fyrir þá sem vilja spara en samt sem áður borða góðan og næringarríkan mat. Dahl er hægt að gera í mörgum mismunandi útfærslum og oft eru hráefnin mjög fá og kryddin einföld. Hér kemur útgáfa af kremuðu kókos dahl og varð ég fyrir innblástri af dahl-inu sem hægt er að fá á veitingastaðnum mama reykjavík! En það er einn af, ef ekki bara eini, veitingastaðurinn þar sem hægt er að fá ekta vegan heimilismat.

Færslan er unnin í samstarfi við innnes heildsölu.

Þú þarft:

Dahl-ið:

  • olía

  • 2 gulir laukar

  • 1 geiralaus hvítlaukur

  • 5 cm engiferbútur (ca 2 msk smáttsaxað)

  • 3 tsk kóreanderfræ möluð í morteli (eða malaður kóreander)

  • 2 tsk cumin

  • 1 msk grænmetiskraftur / 1 teningur

  • 1 msk pataks madras spice paste

  • 1 lime (safinn)

  • 3 lárviðarlauf

  • 250 gr rauðar lífrænar linsur frá rapunzel

  • 4 tómatar

  • 4 bollar vatn

  • 1 blue dragon kókosmjólk úr dós

  • salt - ca 1/2 tsk

Meðlæti:

  • Basmatihrísgrjón

  • Kúmenfræ

  • Hrein oatly jógúrt

  • Kóreander

  • Þurrkaðar döðlur

Aðferð:

  1. Steikið smáttsaxaðan lauk, hvítlauk og engifer í uþb 1 msk af olíu,

  2. Bætið svo við möluðum kóreander fræum ásamt cumin, grænmetiskrafti, madras spice paste limesafa, lárviðarlaufum og linsum. Blandið öllu vel saman.

  3. Bætið svo tómötunum, vatni og kókosmjólk við og látið malla í umþb 20 mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar vel mjúkar og áferðin eins og þunnur grautur. Smakkið til og saltið eftir smekk.

  4. Sjóðið basmatigrjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu nema bætið 2 msk af kúmenfræum útí pottinn (viðmið skammtur fyrir 4).

  5. Berið kremaða kósosdahlið fram með kúmengrjónum, hreinni oatly jógúrt með smá cumin útí ásamt smáttsöxuðum döðlum og ferskum kóreander.

 Þetta er klárlega sú uppskrift sem ég geri oftast þegar ísskápurinn er tómur því restina á ég bara alltaf til í skafferíinu. Ódýrt, hollt, gott!

Fyrir extra lúxus mæli ég með að útbúa vegan nan brauð með, þú finnur uppskrift hér.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Karrý pasta með Madras tófú

Next
Next

Lífrænn epla- og mangó íspinni