Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Pylsa með dass af töfrabragði

Ég fékk að taka þátt í svo ótrúlega skemmtilegri herferð með Krónunni síðasta sumar. Herferðin hét Dass af töfrabragði og var fókus á grilluppskriftir fyrir góða veðrið. Ég gerði könnun á instagram til að athuga hvort fylgjendur mínir myndu geta giskað á hvaða töfrabragð ég myndi nota…. Ég komst að því að ég er mjög fyrirsjáanleg og voru mjög margir sem giskuðu á SÚRKÁL ! Haha og það var nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér sem “töfrabragð” en í þessari uppskrift leyfum við Rauðmeti og Kimchi frá súrkál fyrir sælkera að sjá um töfrana.

Read More
Sætt en sykurlaust, Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust, Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Sykurlaus döðlukaka

Þessi er algjört nammi og gerði ég hana í 3 ára afmælisveislunni hans Róberts. Ég gat ekki séð annað en að afmælisgestirnir elskuðu hana líka. Ég varð fyrir innblástri frá Írisi Kjartans vinkonu minni sem gaf út uppskrift af sykurlausri döðluköku í nettóbækling (ekki vegan). Ég tók mig til og setti kökuna í vegan búning og með smávægilegum breytingum var þetta orðin hin fullkomna vegan og sykurlausa afmæliskaka fyrir bæði litla og stóra munna! Upprunalega uppskriftin var glúteinlaus en mér fannst vegan útgáfan virka betur með smá hveiti til að binda. Hveitinu er þó hægt að sleppa en þá má búast við blautari köku og ágætt að leyfa henni að kólna alveg áður en henni er hvolft úr forminu.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Sushiskál

Hver elskar ekki sushi? já vegan sushi ! Það er frekar tímafrekt maus að dunda við það þó það sé líka ótrúlega skemmtilegt en stundum er líka bara hægt útbúa sushi skál í staðinn og bragðlaukarnir verða alveg jafn glaðir.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp

Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Kjúklingabaunir í tikkamasalasósu

Indverskur kjúklingabaunaréttur í rjómakenndri tikkamasalasósu borið fram með hrísgrjónum og vegan jógúrtsósu. Þessi réttur er kjörinn þegar þú þráir eitthvað saðsamt, gott og einfalt. Ég viðurkenni að ég elska tilbúnar kryddblöndur og krydd-paste þar sem þau geta einfaldað eldamennskuna svo mikið en tryggja samt sem áður ríkulegt og gott bragð. Hér nota ég tikka-masala paste-ið frá Pataks sem er vegan og er orðið standart að eiga til í ísskápnum.

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Döðlusnickers

Það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann smakkaði þetta var “Getum við haft svona á jólunum?”…. Þetta er galið gott og minnir óstjórnlega á snickers. Ferska daðlan verður eins og karamella og súkkulaðið gerir þetta að nammi. Salthneturnar setja snickers tóninn. Ekki kenna mér um ef þið getið ekki hætt að gúffa….

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salatskál með forsoðnu hvítu og rauðu quinoa og karrý tahinisósu

Quinoa er svo frábær fæða og nota ég quinoa mikið með mat eða sem salatgrunn. Nú er hægt að kaupa forsoðið quinoa sem tekur 2 mínútur að hita á pönnu sem getur komið sér einstaklega vel þegar maður er í tímaþröng en vill samt græjar sér holla máltíð. Mig langar að segja að það hafi tekið mig 5 mínútur að græja þetta salat.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Klassískur hummus í sparifötum

Miðausturlenska matargerð heillar mig örugglega mest af allri matargerð og hummus í morgunmat er eitthvað sem ég gæti vel tileinkað mér. Hér er ekta heimagerður hummus úr soðnum kjúklingabaunum með mikið af tahini því þannig Á hummus að vera að mínu mati.

Read More

Bananaíspinnar

Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Indverskar vefjur með tófú og chutney

Indverks vefja með tófú, chutney, ferskri jógúrt sósu og kóreander. Þessar vefjur uppfylla svo sannarlega mína skilgreininguna á comfort food. Það eru sennilega allir sem hafa fylgt mér á instagram í einhvern tíma búnir að átta sig á að ég ELSKA tófú…. og kóreander…. og indverskt… Setjum það svo allt saman inní vefju og hAlelúJA!

Read More