Sykurlaust eplapæ
Sykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri. Útivera er bara svo miklu skemmtilegri með gott nesti. Uppskriftin passar í stærri gerðina af glernestisboxunum úr ikea sem mega fara í ofn. Það er því auðvelt að grípa það með sér beint úr ofninum með því að smella lokinu á og setja í nestistösku. Það má auðvitað líka borða þetta inni í kósí.
Banana-minimuffins
Dásamlegar minimuffins sem passa vel fyrir litla munna. Uppskriftin er upprunalega vegan sykurlaust bananabrauð af heimasíðunni Simple-veganista.com sem ég hef breytt lítilllega og gert muffins í stað brauðs og svo bætti ég við kremi.
Karrý tófúsalat
Ég fæ stundum spurningu um hvort sé í lagi að borða tófú “hrátt”. Ójá það er sko í góðu lagi og er það einmitt alveg tilvalið að nota í ýmis brauðsalöt. Það gerir salatinu fyllingu sem gerir það matmeira og auk þess próteinríkt. Hér er karrýtófúsalat sem ég geri aftur og aftur og mögulega á ég það til að tvöfalda uppskriftina. Salatið er tilvalið sem svona klassískt brauðsalat með brauði og kexi á veisluborði en er líka gott á sumarhlaðborðið með bökuðu kartöflunni eða á ristað brauðið sem fljótleg máltíð. Það er kannski einfaldara að segja bara að það sé gott með ÖLLU.
Hollar kókoskúlur
Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.
Hnetumolar með poppuðu quinoa
Hollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svþíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast.
Bananapönnsur
Þetta er ein af þessum uppskriftum sem ég geri aftur og aftur. Svo ótrúlega einfalt og ágætis tilbreyting við hafragrautin en þó nánast sömu hráefni.
Fylltir tortillu þríhyrningar með spicy guacamole, salsa og vegan sýrðum
Djúpsteiktar tortillapönnukökur, fylltar með refried beans. Borið fram með spicy guacamole, mildu salsa og vegan sýrðum rjóma. Þetta er jafn gott og þetta hljómar! Ótrúlega einfalt og meira að segja fljótlegt.
Mexikó salat
Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.
Spæsí chipotle salat
Hér erum við með ótrúlega ferskt og gott salat með spicy tófú og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba. Við getum sagt að þetta salat sé sumarlegt og saðsamt.
Heimagert granóla með döðlum og kanil
Það jafnast ekkert á við heimagert granóla og ég tala nú ekki um hvað það eldhúsið ilmar á meðan það er í ofninum. Gott á jógúrt, á smoothie skálina eða bara í lófann og beint uppí munn. Svo hef ég líka stundum gefið svona granóla í gjöf í fallegri krús með slaufu og miða með innihaldi eða uppskrift.
Vegan burrito með steiktu grænmeti, refried beans og tómatsalsa
Við elskum burrito en þetta er okkar útgáfa sem við gerum nánast í hverri viku. Í þetta burrito notum við refried beans en ég elska að það sé hægt að kaupa tilbúnar refied beans sem er ótrúlega bragðgott og ekki skemmir hvað það er mjúkt og gerir burritoinn extra djúsí. Ég skrifa “við” því Raggi er farinn að taka að sér að gera þennan rétt hér heima sem undirstrikar hvað hann er einfaldur.
Ávaxtasalat með döðlum, kókos & þeyttum hafrarjóma
Ávextir eru góðir einir og sér en þegar búið er að skera þá niður og blanda saman í skál verða þeir eitthvað extra góðir. Bætum svo við þeyttum hafrarjóma og við erum komin með fullkominn eftirrétt fyrir stóra og litla munna. Tilvalið á kósýkvöldi.
Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu
Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu. Svona týpísk þriðjudagsmáltíð. Tófú í staðinn fyrir fiskinn? ;)
Vegan crossaint-bollur
Fáránlega einfaldar vegan crossaint bollur. Fylltar með sykurlausum glassúr, jarðaberjum og oatly þeytirjóma.
Chili sin carne
Heitur chili réttur með smá spæsí kikki og kakó. Vegan útfærsla af hefðbundum “chili con carne” nema með baunum í stað kjöts
Klassískur hummus
Einn klassískur hummus eins og ég geri hann. Ég elska tahini og ég vil hafa MIKIÐ af ljósu tahini í mínum hummus
Mexikósk tómatsúpa með baunum
Mexikósk tómatsúpa með baunum og toppuð með nachos, vegan osti, kóreander og oatly sýrðum rjóma.