Mexikó salat

Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi en oatly sýrði rjóminn er svo mikil himnasending þegar það kemur að mexíkósku.

Þú þarft:

  • 1 bakki íssalat

  • 1 gúrka

  • 1 askja litlir tómatar

  • 1 papríka

  • 1 lítill rauðlaukur

  • 1 dós lífrænar gular baunir

  • 1 dós nýrnabaunir

  • Safi úr 1 lime

  • Kóreander

  • 1 poki vegan hakk (ég notaði hälsans kök)

  • 3 msk taco krydd

  • ½ dl vatn

  • Oalty sýrður rjómi (ifraiche)

  • Salsa sósa

  • Rifinn Vegan ostur

  • Nachos

  • Sneyddur jalapeno í krukku

Aðferð:

  1. Saxið ísslalatið og grænmetið smátt og komið fyrir í stórri skál. Bætið baununum og smátt söxuðum kóreander útí og kreystið safann úr 1 lime yfir. Blandið.

  2. Steikið vegan hakkið á pönnu í smá olíu ásamt kryddinu og bætið við vatni ef þarf til að dreifa kryddinu.

  3. Berið fram sem salat með vegan hakki toppað með oatly sýrðum rjóma, salsa sósu, rifnum vegan osti, nachos og sneyddum jalapeno.

Pikklaður laukur myndi einnig passa æðislega vel með, uppskrift hér.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Fylltir tortillu þríhyrningar með spicy guacamole, salsa og vegan sýrðum

Next
Next

Pikklaður rauðlaukur