Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð möndlumjólk með kanil og vanillu

Hver er besta jurtamjólkin? Tegundirnar eru orðnar margar sem hægt er að kaupa útí búð sem er frábært og margar hverjar mjög góðar. Að mínu mati er þó engin sem toppar heimagerða möndlumjólk og ef þú hefur gert hana einu sinni er mjög líklegt að þú gerir hana aftur… og aftur.

Það besta við heimagerða möndlumjólk er að þú veist nákvæmlega hvað er í henni og þú getur bragðbætt hana eins og þú vilt.

Hér er ein með kanil, vanillu og döðlu til að sæta. Hún er æðisleg ein og sér, útá grautinn, í smoothieinn eða til að nota á over nigh oats.

Möndlurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og er það til að vekja þær, það gerir næringarefnin aðgengilegri og auðveldari í upptöku. Hýðið er síðan fjarlægt en við það verða möndlurnar auðmeltanlegri ásamt því að mjólkin fær þessa fallegu hvítu áferð. Það þarf ekki að fjarlægja hýðið og vissulega inniheldur það næringarefni en talað er um að það innihaldi einnig tannin sem getur dregið úr upptöku næringarefnanna og verða þær einnig tormeltanlegri. Fyrir litla kroppa myndi ég mæla með að fjarlægja hýðið og þá myndi ég segja að þetta sé hin fullkomna krílamjólk sem inniheldur kalk, magnesíum, kalíum og er fiturík en þó laus við alla mettaða fitu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Brauðbollur með rjómaosti og hörfræjum

Súpubollurnar sem mamma fyllir alltaf frystinn af um jólin. Geggjaðar til að grípa í með jóladagssúpunni eða með vegan rjómaosti og sultu sem millimál yfir notalegri jólamynd. Það er í raun ekkert jólalegt við sjálfa uppskriftina nema það að bollurnar eru hluti af okkar hefð um jólin, þessar eru nefninlega líka fullkomnar í nestisboxið eða með súpunni í hvaða mánuði sem er. Ég bakaði eina uppskrift um daginn og bollurnar hurfu á sólarhring svo ég hugsa að ég brjóti hefðina og baki þessar bollur miklu oftar yfir árið. Uppskriftin er upprunalega úr bók sem mamma átti frá Fríðu Böðvars svo hún má sko aldeilis eiga heiðurinn af bollunum en hér fyrir neðan hef ég skipt út nokkrum hráefnum til að gera hana vegan.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Grænn ferskpressaður safi með myntu

Þessa dagana er ég að taka til í kroppnum og endurstilla kerfið. Áherslan er að létta á meltingunni og gefa líffærunum sem hafa verið undir miklu álagi auka búst og aðstoð við að sinna sínu. Lifrin hefur verið undir sérstöku álagi núna eftir lyfjamerðferðina en hún gegnir mikilvægu hlutverki þegar það kemur að því að hreinsa líkamann, ég hef því lagt sérstaka áherslu á að byrja daginn með lifrina í huga. Lifrin er háð vítamínum og steinefnum til að geta skilað út úrgangsefnum. Hér er æðislega ferskur vítamínríkur safi sem gefur gott start inní daginn og er æðislega ferskur og bragðgóður. Ég kýs að velja íslenskt hráefni eða lífrænt í safann.

Read More

Sykurlausar fluffy pönnukökur

Þessar eru fullkomnar í helgarbrunchinn. Mamma á eiginlega heiðurinn af þessari uppskrift og síðan hún varð til höfum við ekki gert aðra því hún er einfaldlega geggjuð. Mamma var búin að vera að prófa sig áfram í að búa til amerískar pönnukökur en flestar uppskriftirnar innihéldu sykur. Hún er amman sem vill heldur betur dekra við barnabörnin sín en á sama tíma tekur hún 100% þátt í því að sleppa sykri á borðum svo með fáeinum breytingum varð þessi uppskrift til. Rifin epli gefa frá sér sætt bragð þegar þau hitna sem gerir pönnukökurnar sætar en þú finnur þó ekki beint eplabragð… erfitt að útskýra svo þú verður einfaldlega bara að prófa! ;)

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Ljúfur rauðrófusmoothie með ananas

Enn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.

Read More

Sykurlaust eplapæ

Sykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri. Útivera er bara svo miklu skemmtilegri með gott nesti. Uppskriftin passar í stærri gerðina af glernestisboxunum úr ikea sem mega fara í ofn. Það er því auðvelt að grípa það með sér beint úr ofninum með því að smella lokinu á og setja í nestistösku. Það má auðvitað líka borða þetta inni í kósí.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagert granóla með döðlum og kanil

Það jafnast ekkert á við heimagert granóla og ég tala nú ekki um hvað það eldhúsið ilmar á meðan það er í ofninum. Gott á jógúrt, á smoothie skálina eða bara í lófann og beint uppí munn. Svo hef ég líka stundum gefið svona granóla í gjöf í fallegri krús með slaufu og miða með innihaldi eða uppskrift.

Read More