Ferskpressaður safi með rauðrófu og fennel

Ég hef verið að drekka ferskpressaðan safa á morgnana síðustu daga sem hluta af minni hreinsun en hluti af hreinsuninni snýst um að hlaða líkamann af vítamínum. Ég upplifi þetta sem svo mikinn lúxus að ég hlakka til að vakna á hverjum degi. Þessi safi er alveg ofboðslega góður og einstaklega næringaríkur. Hann inniheldur rauðrófu og fennel sem passar einstaklega vel saman. Fennel er skemmtilegt grænmeti til að djúsa og bragðið minnir ögn á lakkrís.

Þú þarft:

Búnaður:

  • Safapressa eða *blender og siktipoki

Hráefni:

  • 1/2 haus fennel

  • 1/2 rauðrófa

  • 1/2 gúrka

  • 1 lífræn sítróna

  • 1 stór stilkur grænkál (hægt að sleppa)

  • 2-3 lífræn epli

Aðferð:

  1. Grænmetið skotið smátt og pressað í gegnum safapressu.

*Ef þú átt ekki safapressu er einnig hægt að setja allt í blender og bæta vatni við og sikta svo í gegnum síjupoka eða þétt sikti. Hann verður ögn bragðminni en ætti engu að síður að vera góður.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Next
Next

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó