Smoothie með frosnum vínberjum

Einstaklega ferskur smoothie með frosnum vínberjum og möndlusmjöri sem við fáum ekki nóg af. Mér finnst best að nota H-berg möndlusmjörið í þennan, það er smá salt í því sem er extra gott á móti sætu ávöxtunum.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna.

Þú þarft:

  • 1 bolli mangó

  • 1 bolli bláber

  • 1 bolli frosin rauð *vínber

  • 4 ferskar döðlur

  • 1 msk möndlusmjör

  • 1 lúka lífrænt spínat

  • 2-2,5 bolli ósæt isola möndlumjólk

Aðferð:

  1. Daginn áður, skolið vínberin og losið af stönglunum og frystið.

  2. Til að útbúa smoothie-inn er svo öllu blandað saman í blender, magn möndlumjólkur fer soldið eftir því hversu þykkan/þunnan þú kýst að hafa hann.
    Drekkist strax!

  3. Mæli með að frysta meira en þú þarft af vínberjum því þau eru algjört lostæti til að narta í svona frosin.

Verði ykkur að góðu. Hlakka til að sjá þig prófa!

Previous
Previous

Sykurlaust “súkkulaði” bananabrauð

Next
Next

Grænmeti í ofni með quinoasalati & heimagerðu pestó