Grænn ferskpressaður safi með myntu

Þessa dagana er ég að taka til í kroppnum og endurstilla kerfið. Áherslan er að létta á meltingunni og gefa líffærunum sem hafa verið undir miklu álagi auka búst og aðstoð við að sinna sínu. Lifrin hefur verið undir sérstöku álagi núna eftir lyfjamerðferðina en hún gegnir mikilvægu hlutverki þegar það kemur að því að hreinsa líkamann, ég hef því lagt sérstaka áherslu á að byrja daginn með lifrina í huga. Lifrin er háð vítamínum og steinefnum til að geta skilað út úrgangsefnum. Hér er æðislega ferskur vítamínríkur safi sem gefur gott start inní daginn og er æðislega ferskur og bragðgóður. Ég kýs að velja íslenskt hráefni eða lífrænt í safann.

Þú þarft:

Búnaður:

  • Safapressa (*eða blender og síjupoki)

Hráefni:

  • 2 stór blöð grænkál

  • 1/2 gúrka

  • 2 sellerístilkar

  • 2-3 lífræn epli

  • 1 sítróna

  • handfylli fersk mynta

Aðferð:

  1. Skerið niður grænmetið og afhýðið sítrónuna.

  2. Setjið allt í safapressu. Ath að blöðin með sellerístilknum og stilkurinn á grænkálinu má fara með í vélina.

  3. Hellið í glas með klökum og njótið.

*Ef þið eigið ekki safapressu er hægt að setja allt í blender ásamt smá vatni og sikta svo safann í gegnum síjupoka eða þétt sikti. Safinn verður ögn bragðminni en í safapressunni sem ætti þó ekki að koma að sök.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Next
Next

Sykurlausar fluffy pönnukökur