Grænn ferskpressaður safi með myntu
Þessa dagana er ég að taka til í kroppnum og endurstilla kerfið. Áherslan er að létta á meltingunni og gefa líffærunum sem hafa verið undir miklu álagi auka búst og aðstoð við að sinna sínu. Lifrin hefur verið undir sérstöku álagi núna eftir lyfjamerðferðina en hún gegnir mikilvægu hlutverki þegar það kemur að því að hreinsa líkamann, ég hef því lagt sérstaka áherslu á að byrja daginn með lifrina í huga. Lifrin er háð vítamínum og steinefnum til að geta skilað út úrgangsefnum. Hér er æðislega ferskur vítamínríkur safi sem gefur gott start inní daginn og er æðislega ferskur og bragðgóður. Ég kýs að velja íslenskt hráefni eða lífrænt í safann.