MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Hestlihnetumjólk með súkkulaðibragði

Fyrir hestlihnetu- og súkkulaðiunnendur þá er þessi mjólk the “real deal” og ég get sagt ykkur að ég vann mér inn þónokkur rokkstig hjá 7 ára stráknum mínum fyrir að vippa fram kakómjólk handa honum uppúr þurru. Mjólkin er með ríkulegt kakóbragð en hestlihnetubragðið nær samt í gegn sem ég fíla. Við mælum með að prófa þessa hollu útgáfu af kakómjólk sem er laus við sykur og aukaefni og er þar að auki nærandi að saðsöm.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu

Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minni svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.

Read More

Ofnæmisvænar kókoskúlur

Kókoskúlur er eitthvað sem við eigum reglulega heima enda frábært að grípa í milli mála fyrir smá auka orku og það skemmir auðvitað ekki að þær séu sætar og góðar. Kókoskúlur geta verið hlaðnar frábærum næringarefnum og flottar til að grípa með sér í nesti í skólann eða til að borða eftir æfinguna. Hefðbundnar hollari kókoskúlur innihalda þó oft hnetur sem ekki eru svo vinsælar í skólum og jafnvel í þróttahöllum en hér erum við með hnetulausar kókoskúlur þar sem ég nota sólblómafræ í staðinn fyrir hnetur. Ekki bara góðar og hentugar heldur líka skemmtileg leið til að fá börn til að borða fræ.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Spaghetti grasker með vegan ostasósu

Hrekkjavakan er að ganga í garð sem þýðir að graskerin eru áberandi í búðum. Þetta er sennilega eini tími ársins sem Spaghetti grasker eða spaghetti squash er fáanlegt sem gerir það eitthvað svo ótrúlega spennandi! Gerðu þér ferð í Krónuna og gríptu tækifærið á meðan þau eru enn í boði…… litli bónusinn er að þau eru lífræn! Já ég er að elska það, vel gert Krónan!

Spaghetti grasker eru þráðótt að innan sem gefur því skemmtilega áferð sem minnir á spaghetti þó bragðið sé heldur ólíkt. Graskerið minnir nokkuð á kúrbít á bragðið en er kannski ögn sætara.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleikur engifer chaga latte

Bleikur október stendur yfir og í dag er bleiki dagurinn. Bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja sitt að mörkum til að styrkja krabbameinsfélagið með söluágóða til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þrátt fyrir að það sé jákvætt að söluágóði fari til góðra málefna þá megum við líka setja okkur í forgang og hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum eitthvað með ósækilegum efnum til þess eins að styðja við málefnið.

Read More
SMÁRÉTTIR, Dressingar Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR, Dressingar Hildur Ómarsdóttir

Tahinidressing með döðlusírópi og balsamik

“Hvaða dressing er þetta?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ á miðlinum þegar ég sýni salötin mín svo mér datt í hug að bæta við dressingum inná síðuna. Ég geri ekki alltaf sömu dressinguna en ég viðurkenni að tahini er langoftast uppistaðan í dressingunum. Ég á það til að fá dellur fyrir einni dressingu í einu og oftast verður hún óvart til og kemur mér skemmtilega á óvart. Þetta er dæmi um svoleiðis dressingu.

Döðlur og Tahini er bragðsamsetning sem ég fæ ekki nóg af. Algjört miðausturlenskt nammi. Ég hef skrifað það hér áður en Miðausturlönd heilla mig alveg ótrúlega mikið þegar það kemur að matargerð. Tahini er hægt að nota á svo marga vegu og döðlur líka en saman fullkomnar það hvert annað. Hér er sæt dressing úr tahini, döðlusírópi og balsamik ediki.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja

Sometimes you just have to eat a whole cucumber…

…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hina víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert mér gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefninlega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sek! Að vinna í samstarfi við fyrirtæki gengur oft útá að kynna vörur og þegar ég stóð mig að því að grípa alltaf í organic liquid vörurnar til að fá fram rétta bragðið þá datt mér í hug að það væri auðvitað brilliant leið að deila með ykkur uppskrift sem sýnir ykkur hvernig ég hef notað þær undanfarið.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Sæt dressing með kóreander og myntu

Hvað gerir salat að alvöru salati? …. stutta svarið er Dressing! Góð Dressing! Þú getur notað sama hráefnið í salöt en gert þau gjörólík með ólíkum dressingum. Í mínum huga inniheldur hin fullkomna dressing súrt, biturt, salt og sætt bragð. Ef þú ert að prófa þig áfram í dressingum getur oft verið gott að hafa þessi brögð í huga við val á hráefni og finna það magn sem myndar jafnvægi milli þeirra.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Red velvet smoothie

Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.

Read More

Súkkulaðiíspinnar

Ég eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Eggaldin bruschettur

Hér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá brauði. Við hugmyndavinnu við þessa uppskrift sá ég þær fyrir mér sem fullkominn forrétt á sólríkum degi í góðum félagsskap. Ég viðurkenni að ég er farin að þrá svoleiðis daga. Réttinn er auðveldlega hægt að taka með sér í boð þar sem hægt er að elda eg

Read More

Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetum

Instagram hefur svo sannarleg áhrif á mig og ef ég opna “explore” inná instragram birtist ekkert nema ís og súkkulaði upp í flæðinu hjá mér. Ég á alltaf lífrænar kasjúhnetur, kókosmjólk og döðlur í skápnum og oft með hnetur í bleyti svo það hefur verið auðvelt að verða áhrifagjörn og rífa blandarann í gang…. oft alltof seint á kvöldin. Sorry nágrannar..

Hér erum við með súkkulaðihúðaðan kasjúís með vanillu og pistasíum…. sykurlausan að sjálfsögðu.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Grískt salat með basil tófúteningum

“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með past

Read More

Kjúklingabaunasalat

Kjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði ferðalögin, útipiknik en líka skólanestið.

Það er að sjálfsögðu hægt að setja kjúklingabaunasalat inní vefju, útá salatskálina, nota sem meðlæti eða topping á bakaða kartöflu / sæta kartöflu, á kexið…. ég held þið náið þessu ;)

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Mexíkóskt quinoa

Hér höfum við mexíkó quinoa sem er ótrúlega gott sem meðlæti, sem mexíkó salatgrunnur, sem fylling inní burritovefjuna eða t.d. til að toppa bakaða sæta kartöflu. Quinoað má borða bæði heitt og kalt sem getur verið hentugt fyrir nestið eða flótlega afgangamáltíð. Þessi hefur verið í uppáhaldið hjá okkur lengi, bæði hjá börnum og fullorðnum.

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Ávaxtasafapinnar

Ég er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa sumarlegu, lífrænu og einföldu frostpinna. Á meðan erfitt er að finna náttúrulega frostpinna á markaðnum þá hef ég leikið mér að gera allskonar útgáfur heima. Stundum hefur einfaldleikinn unnið og þá hefur mér fundist brilliant að nota lífrænu Beutelsbacher safana. Hér erum við með ávaxtasafann frá þeim sem er svo ótrúlega góður og ég er ekki hissa að han

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Heit salatskál með svörtum hrísgrjónum og karrýsósu

Er það ekki ótrúlega skemmtilegt þegar það bætist við vöruúrvalið hérlendis af heilnæmum, lífrænum, óunnum vörum…”whole foods”! Er til íslenskt orð yfir “whole foods”?

Þegar ég bjó í Svíþjóð uppgötvaði ég svört hrísgrjón. Þau voru í boði sem grunnur fyrir salat skálar á ótrúlega flottum nútímalegum salatstað sem lagði mikið uppúr gæða hráefni. Eftir það var ekki aftur snúið, þetta eru hrísgrjón með karakter, þau eru grófari undir tönn en þessi hvítu og verða ekki klessugrjón. Þau eru ekki bara skemmtileg á litinn heldur leyna þau á sér hvað varðar næringu. Dökki liturinn sem einkenna þau stafar af andoxunaref

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.

Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.

Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bra

Read More