Möndlu- og kókoskökur
Þessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt ALLS staðar. Ég vildi ekki gera ykkur það að deila jafn skemmtilegri uppskrift þegar hráefnið væri ófinnanlegt á landinu....
Vegan og glútenlaus sveppasósa
“Hún er geðveik mamma, þú verður að gera uppskrift af henni” voru orð sonar míns þegar hann fékk þessa með kvöldmatnum. Hefði ekki getað óskað mér betri viðbrögð enda eru börn bestu dómararnir. Hreinskilin og kröfuhörð....
Gerjaður kasjúostur með Zaatar og cumin.
Kasjúsostar urðu að hálfgerðu áhugamáli rétt fyrir jólin en ég hef verið að leika mér að gera stinna osta til að setja á ostabakkan. Mig langaði að útbúa uppskrift sem væri einföld úr einföldum hráefnum og ekki alltof tímafrek, eða kallaði á margra daga bið í gerjun. Það eru til svoleiðis ostar líka...
Kasjúostsfylltar eggaldinrúllur í tómatsósu
Eggaldinrétturinn sem slær alltaf í gegn. Rétturinn sem mér finnst svo gaman að bjóða uppá í matarboðum. Allir elska hann, bæði börn og fullorðnir og það besta að það er hægt að preppa hann snemma. Uppskriftin er einföld þó nokkur dútl skref fylgi henni. Ég mun leiða ykkur í gegnum uppskriftina hér...
Sænskur Lúciu Overnight oats með saffran og vanillu
Saffranelskandi??...
Hefur þú smakkað Lúsíubollur, Lussekatter, Lussebullar…? Ef ekki þá finnur þú uppskrift af þeim hér. Lussekatter er sætabrauð með saffran og rúsínum sem boðið er uppá við svona sirka öll tilefni í desember í Svíþjóð. Eftir að venjast þessari hefð í nokkur ár er ekki aftur snúið. Til að svala saffran...
Sænskar kókoskúlur eða “Delicatobollar”… nema hollari
Í Svíþjóð kynntumst við sænskum kókoskúlum sem fást í öllum verslunum þar. Þær urðu staðalbúnaður um helgar og hægt var að kaupa þær stakar eða í kassa með 6 eða 12 stykkjum. Við getum sagt að við byrjuðum pent með eina á mann sem varði stutt og vorum við fljótlega komin í 6 stykkja kassann og það...
Hestlihnetumjólk með súkkulaðibragði
Fyrir hestlihnetu- og súkkulaðiunnendur þá er þessi mjólk the “real deal” og ég get sagt ykkur að ég vann mér inn þónokkur rokkstig hjá 7 ára stráknum mínum fyrir að vippa fram kakómjólk handa honum uppúr þurru. Mjólkin er með ríkulegt kakóbragð en hestlihnetubragðið nær samt í gegn sem ég fíla. Við...
Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu
Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún...
Ofnæmisvænar kókoskúlur
Kókoskúlur er eitthvað sem við eigum reglulega heima enda frábært að grípa í milli mála fyrir smá auka orku og það skemmir auðvitað ekki að þær séu sætar og góðar. Kókoskúlur geta verið hlaðnar frábærum næringarefnum og flottar til að grípa með sér í nesti í skólann eða til að borða eftir æfinguna....
Spaghetti grasker með vegan ostasósu
Hrekkjavakan er að ganga í garð sem þýðir að graskerin eru áberandi í búðum. Þetta er sennilega eini tími ársins sem Spaghetti grasker eða spaghetti squash er fáanlegt sem gerir það eitthvað svo ótrúlega spennandi! Gerðu þér ferð í Krónuna og gríptu tækifærið á meðan þau eru enn í boði…… litli...
Spaghetti grasker eru þráðótt að innan sem gefur því skemmtilega áferð sem minnir á spaghetti þó bragðið sé heldur ólíkt. Graskerið minnir nokkuð á kúrbít á bragðið en er kannski ögn sætara....
Bleikur engifer chaga latte
Bleikur október stendur yfir og í dag er bleiki dagurinn. Bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja sitt að mörkum til að styrkja krabbameinsfélagið með söluágóða til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þrátt fyrir að það sé jákvætt að...
Tahinidressing með döðlusírópi og balsamik
“Hvaða dressing er þetta?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ á miðlinum þegar ég sýni salötin mín svo mér datt í hug að bæta við dressingum inná síðuna. Ég geri ekki alltaf sömu dressinguna en ég viðurkenni að tahini er langoftast uppistaðan í dressingunum. Ég á það til að fá dellur fyrir...
Döðlur og Tahini er bragðsamsetning sem ég fæ ekki nóg af. Algjört miðausturlenskt nammi. Ég hef skrifað það hér áður en Miðausturlönd heilla mig alveg ótrúlega mikið þegar það kemur að matargerð. Tahini er hægt að nota á svo marga vegu og döðlur líka en saman fullkomnar það hvert annað. Hér er sæt...
Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja
Sometimes you just have to eat a whole cucumber…...
…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hina víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert mér gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur...
Sæt dressing með kóreander og myntu
Hvað gerir salat að alvöru salati? …. stutta svarið er Dressing! Góð Dressing! Þú getur notað sama hráefnið í salöt en gert þau gjörólík með ólíkum dressingum. Í mínum huga inniheldur hin fullkomna dressing súrt, biturt, salt og sætt bragð. Ef þú ert að prófa þig áfram í dressingum getur oft verið...
Einfalt og fljótlegt möndlunutella
Stundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það....
Rauðrófusmoothie með bláberjum, appelsínum og kanil
Hér er smoothie sem er bæði sætur og súr með dass af hátíðleika. Hann er ríkur af andoxunarefnum, C-vítamíni og fleiri næringarefnum sem efla bæði ónæmiskerfið og blóðið í okkur. Fullkominn fyrir haustbyrjun....
Red velvet smoothie
Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja...
Súkkulaðiíspinnar
Ég eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur...
Eggaldin bruschettur
Hér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá brauði. Við hugmyndavinnu við þessa uppskrift sá ég þær fyrir mér sem fullkominn forrétt á sólríkum degi í góðum félagsskap. Ég viðurkenni að ég er farin að þrá...
Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetum
Instagram hefur svo sannarleg áhrif á mig og ef ég opna “explore” inná instragram birtist ekkert nema ís og súkkulaði upp í flæðinu hjá mér. Ég á alltaf lífrænar kasjúhnetur, kókosmjólk og döðlur í skápnum og oft með hnetur í bleyti svo það hefur verið auðvelt að verða áhrifagjörn og rífa blandarann...
Hér erum við með súkkulaðihúðaðan kasjúís með vanillu og pistasíum…. sykurlausan að sjálfsögðu....