Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Sykurlaust “súkkulaði” bananabrauð

Hvað á að gera við brúnu bananana? Mjög auðvelt svar ef þú spyrð mig. Þú bakar nákvæmlega þetta bananabrauð! Bananabrauð nær nýjum hæðum með þessu kakótvisti og kókosinn gerir það enn sætara. Sykur er algjörlega óþarfi í bananabrauð að mínu mati. Við fáum ekki nóg af þessu hér heima.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Grænt salat með ristuðum hnetum og sesamdressingu

Veganar borða bara salat… ?

Það er ekki alveg satt en ég viðurkenni að ég gæti bara vel lifað á salati, jú því samsetningarmöguleikarnir eru endalausir og mér líður alltaf vel eftir á. Hér erum við að tala um salat sem uppfyllir að mínu mati allar þær kröfur sem salat þarf að uppfylla. Mér finnst mikið atriði að það innihaldi hráefni með ólíka áferð, sé saðsamt og að jafnvægi sé á súru, söltu og fersku bragði. Gleymum því svo ekki að við borðum líka með augunum og það skemmir ekki þegar það er fallegt á litinn. Bragðmikil dressingin setur svo punktinn yfir i-ið.

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Jólaeftirrétturinn minn

Jólaeftirrétturinn minn sem er fullkominn morgunmatur annan í jólum. Í mörg ár höfum við haft þennan eftirrétt og er hann orðinn ómissandi og ég upplifi svona hálfgerða nostalgíu þegar ég geri hann því ég fékk stundum að útbúa hann sjálf þegar ég var yngri. Hann var vissulega ekki vegan fyrst en þökk sé frábæru úrvali af vegan vörum hefur verið auðvelt að veganæsa hann síðustu ár.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Quinoa salat með grænáli og ólífum

Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Tikkamasala tófú

Indverskur creamy pottréttur með tófúbitum, ég lofa þér einfaldleika og minimum effort eldamennsku sem kemur ekki niður á bragðinu. Ég notast við mitt uppáhalds tikkamasala paste frá Pataks (ath ekki tikkamasala sósuna heldur paste-ið) en það einhverneginn gerir allt svo gott.

Read More