Sæt marokkósk linsusúpa

Linsubaunir notum við mikið á heimilinu og eru allskonar linsubaunarsúpur eldaðar í hverri viku. Hér er sæt linsubaunasúpa með marokkósku ívafi þar sem ég nota marokkóska papríku kryddblöndu frá Kryddhúsinu í uppskriftina sem gefur henni einstakan sjarma.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Þú þarft:

  • olía

  • 1 laukur

  • 1 geiralaus hvítlaukur

  • 4 gulrætur

  • 1/2 meðalstór sæt kartafla

  • 1 bolli ósoðnar rauðar lífrænar linsur frá Rapunzel

  • 1 1/2 lítri vatn

  • 1 flaska (425 gr) tómatpasata

  • 1 msk karrý

  • 2 teningar grænmetiskraftur

  • 2 tsk marokkósk papríka, kryddblanda kryddhússins

  • 1 dós kókosmjólk

  • 1 askja oatly smurostur

  • 1/2 tsk salt

 Aðferð:

  1. Byrjið á að saxa grænmetið mjög smátt. Ég mæli með að skræla sætu kartöfluna en það er óþarfi að skræla gulræturnar.

  2. Svissið laukinn, hvítlaukinn og gulræturnar í olíu þar til laukurinn byrjar að mýkjast.

  3. Bætið svo við sætu kartöflunni, jurtakrafti og kryddum og blandið og leyfið kryddunum aðeins að vakna (hitna) áður en vökvanum er bætt útí.

  4. Að lokum er vatninu, tómatpasata og linsunum bætt útí og látið malla í 10-15 mínútur eða þar til linsurnar og sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar.

  5. Bætið svo oatly smurostinum útí og leyfið að malla í 5 mínútur í viðbót. Smakkið til og saltið eftir smekk.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Jólaeftirrétturinn minn

Next
Next

Quinoa salat með grænáli og ólífum