Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflum
Árstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt.
Sæt marokkósk linsusúpa
Linsubaunir notum við mikið á heimilinu og eru allskonar linsubaunarsúpur eldaðar í hverri viku. Hér er sæt linsubaunasúpa með marokkósku ívafi þar sem ég nota marokkóska papríku kryddblöndu frá Kryddhúsinu í uppskriftina sem gefur henni einstakan sjarma.