Ávaxtasalat með döðlum, kókos & þeyttum hafrarjóma
Ávextir eru góðir einir og sér en þegar búið er að skera þá niður og blanda saman í skál verða þeir eitthvað extra góðir. Bætum svo við þeyttum hafrarjóma og við erum komin með fullkominn eftirrétt fyrir stóra og litla munna. Tilvalið á kósýkvöldi.
Vegan crossaint-bollur
Fáránlega einfaldar vegan crossaint bollur. Fylltar með sykurlausum glassúr, jarðaberjum og oatly þeytirjóma.
Jólaeftirrétturinn minn
Jólaeftirrétturinn minn sem er fullkominn morgunmatur annan í jólum. Í mörg ár höfum við haft þennan eftirrétt og er hann orðinn ómissandi og ég upplifi svona hálfgerða nostalgíu þegar ég geri hann því ég fékk stundum að útbúa hann sjálf þegar ég var yngri. Hann var vissulega ekki vegan fyrst en þökk sé frábæru úrvali af vegan vörum hefur verið auðvelt að veganæsa hann síðustu ár.
Mega boltar… Omega 3 boltar
MEGA boltar! Omega boltar…. Omega 3 boltar !! Omega 3 er ekki bara í lýsi heldur líka í þessum dásamlegu nammikúlum sem kláruðust um leið og ég var búin að taka mynd…Að gera svona nammikúlur er líka frábær skemmtun fyrir smáfólk.
Sykurlaus döðlukaka
Þessi er algjört nammi og gerði ég hana í 3 ára afmælisveislunni hans Róberts. Ég gat ekki séð annað en að afmælisgestirnir elskuðu hana líka. Ég varð fyrir innblástri frá Írisi Kjartans vinkonu minni sem gaf út uppskrift af sykurlausri döðluköku í nettóbækling (ekki vegan). Ég tók mig til og setti kökuna í vegan búning og með smávægilegum breytingum var þetta orðin hin fullkomna vegan og sykurlausa afmæliskaka fyrir bæði litla og stóra munna! Upprunalega uppskriftin var glúteinlaus en mér fannst vegan útgáfan virka betur með smá hveiti til að binda. Hveitinu er þó hægt að sleppa en þá má búast við blautari köku og ágætt að leyfa henni að kólna alveg áður en henni er hvolft úr forminu.
Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp
Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.
Döðlusnickers
Það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann smakkaði þetta var “Getum við haft svona á jólunum?”…. Þetta er galið gott og minnir óstjórnlega á snickers. Ferska daðlan verður eins og karamella og súkkulaðið gerir þetta að nammi. Salthneturnar setja snickers tóninn. Ekki kenna mér um ef þið getið ekki hætt að gúffa….
Carobkúlur
Carob er einhverskonar frændi Cacao og er oft notað eins og cacao en smakkast þó alls ekki eins. Carob er örlítið sætara og er algjörlega koffínlaust og inniheldur auk þess allskonar steinefni og b vítamín.
Bananaíspinnar
Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.
Súkkulaðitrufflumús
Þétt súkkulaðimús eða Súkkulaðitrufflumús eins og ég vil kalla hana, borin fram með ferskum berjum og oatly þeytirjóma.