Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salat með gulrótum, radísum, avocado og spírum borið fram með sinnepsdressingunni hans pabba

Hér kemur litríkt og gott salat, stútfullt af vítamínum þar sem hráefnið er fjölbreytt. Þetta salat er innblásið frá pabba sem býður mér reglulega á þetta salat og svo geggjuðu sinneps og appelsínu dressinguna sem hann gerir á núll einni og verður alltaf jafn góð. Spírurnar hámarka svo næringargildi salatsins með sín öflugu vítamín, ensím, prótín og lífsorku. Það líður öllum vel eftir þetta salat.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu

Ég heyri alltof oft niðrandi orð um salat. Salat dettur inn í flokkinn “kanínufóður” eða einhverskonar megrunarkúr. Veganar borða bara salat heyrir maður stundum í þeim tón eins og það væri slæmt. Ég skal leiðrétta það að allir veganar borða ekki bara salat en það þyrfti þó ekki að vera slæmt að borða bara salat,… þ.e.a.s ef það er alvöru salat ;). Það súrealíska er að veganar eru þeir sem geta sjaldnast fengið alvöru salat á veitingastöðum. Vegan hamborgari er svona meiri klassík á vegan matseðlinum.

Read More

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Ferskur salatdiskur með hummus og tahinisósu

Þessi salatdiskur á sér sögu í minni æsku. Við mamma köllum þetta tahini disk og var mamma vön að útbúa svona salatdisk fyrir mig af og til þegar við vorum tvær einar heima og ég elskaði það, þetta var svo mikill lúxus að fá svona mömmusalat. Það var í raun bara ferskt grænmeti (cellerí var algjört must!), salat og tahinisósa. Hér hef ég bætt við hummus til að gera diskinn enn saðsamari en það er í raun útfærslan sem varð til í fæðingarorlofi hjá mér. Hægt er að eiga niðurskorið grænmeti í boxi inní ísskáp og tilbúna dressingu og þá er þetta kærkomin máltíð á 2 mínútum fyrir foreldra í orlofi eða bara fyrir hvern þann sem vill einfalda sér lífið. Hér að neðan hef ég haft einfaldleikann að leiðarljósi og valið keyptan

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Asískt salat með tófú

Hér er salat sem hefur verið í miklu uppáhaldi en tófú og asískar dressingar er eitthvað sem ég fæ aldrei leið á. Ég átti alltaf eftir að birta uppskriftina hér á síðunni en þessa birti ég á instagram í janúar í fyrra og uppskriftina er einnig að finna í uppskriftaappi krónunnar og því hægt að kaupa allt í uppskriftina með einu klikki, frekar þægilegt.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Sellerísúpa

Sellerísúpa…. Rjómalagaða sellerísúpan sem við borðum í hádeginu á jóladag ásamt bestu súpubollunum, uppskrift hér. Við erum vanafasta fólkið sem hefur borðað sömu hnetusteikina á jólunum frá því ég fæddist, já hún er það góð, uppskrift hér. En vaninn er það sem skapar hefðina og hefur þessi súpa sömuleiðis orðið að okkar jóladagshefð. Það er eitthvað ljúft við það að borða súpu á jóladag. Hátíðarmatur ásamt eftirréttum og tilheyrandi konfekts- og smákökuáti getur oft verið þungt í magann og er það svo gott að brjóta aðeins upp hátíðarnar með súpu, fersku salati og brauðbollum. Þessa súpa er að sjálfsögðu jafn góð aðra mánuði ársins.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Baunir úr dós er svo handhægur og fljótlegur próteingjafi. Ég er með æði fyrir lífrænum kjúklingabaunum núna og mér finnst svo gott að steikja þær í smá stund á pönnu með kryddum til að setja útá stórt og gott salat og þar með gera það matmeira og næringaríkara. Þú getur í raun notað hvaða krydd eða kryddblöndur sem er. Ég er að dýrka tilbúnu kryddblöndurnar frá Kryddhúsinu, að þessu sinni valdi ég miðausturlenska kryddblöndu sem mér finnst passa einstaklega vel með tahinisósunni. Baunir innihalda ekki bara prótein heldur einnig vítamín, steinefni og trefjar, sannkölluð “all in one” fæða. Ég myndi einnig segja að lífrænar baunir úr dós séu hinn fullkomni skyndibiti fyrir litlu krílin. Fyrir utan hvað þær eru hollar og góðar eru þær líka skemmtilegar fyrir litla putta.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Mexikó salat

Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Vegan burrito með steiktu grænmeti, refried beans og tómatsalsa

Við elskum burrito en þetta er okkar útgáfa sem við gerum nánast í hverri viku. Í þetta burrito notum við refried beans en ég elska að það sé hægt að kaupa tilbúnar refied beans sem er ótrúlega bragðgott og ekki skemmir hvað það er mjúkt og gerir burritoinn extra djúsí. Ég skrifa “við” því Raggi er farinn að taka að sér að gera þennan rétt hér heima sem undirstrikar hvað hann er einfaldur.

Read More