Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

“1001 nótt” smoothie skál

Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.

Í smoothieinn er notaður eplasafi úr kreistum eplum en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

3 hráefna suðrænn smoothie

Margir velja að nota ávaxtasafa í smoothie-inn sinn sem getur verið alveg ofboðslega gott. Safar geta þó verið mjög mismunandi með tilliti til gæða og margir þeirra úr þykkni.

Ég ákvað að prófa að nota suðrænan safa frá Beutelsbacher til að gera suðrænan smoothie. Safinn er alveg fáránlega góður einn og sér og hefur þykka áferð sem ég fíla. Safinn er 100% lífrænn, ekki búinn til úr þykkni, pressaður í upprunalandi til að viðhalda gæðum og næringarinnihaldi og hlaut viðurkenningu á lífrænni sýningu í Kaupmannahöfn fyrir bestu þýsku vöruna.... Þetta er safi sem ber með sér virðingu og verðskuldað orðspor í brans

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Heimagert falafel

Falafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum. Fyrir einhverjum mánuðum fór ég að leita leiða til að spara í mat og það að elda úr baunum er sennilega besta sparnaðartipsið sem ég get gefið ykkur þegar það kemur að því að eyða minna í mat án þess að það komi niður á gæði næringar.

Ég fór að leggja kjúklingabaunir í bleyti og

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu.

Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar. Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado,

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Í desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja.

Read More
Smáréttir (Sides) Hildur Ómarsdóttir Smáréttir (Sides) Hildur Ómarsdóttir

Sæt hátíðarmús

Meðlætið á aðfangadag er ekki síður mikilvægt en aðalrétturinn. Sætkartöflumús er eitt af þeim meðlætum sem mér finnst algjörlega ómissandi á aðfangadag með hnetusteikinni okkar. Samt ekki bara venjuleg sætkartöflumús heldur okkar hátíðarmús með sítrónu og hvítlauk sem gerir einhvern ótrúlegan karakter sem svo passar svo frábærlega vel við mildu hnetusteikina okkar og sveppasósuna. Við maukum hana svo í matvinnsluvél svo hún verði silkimjúk og gjörsamlega bráðnar í munninum.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Hnetusteikin okkar

Síðustu 35 jól eða öll þau jól sem ég hef haft aldur til að borða fasta fæðu höfum við fjölskyldan borðað hnetusteik á jólunum. Notabene alltaf sömu hnetusteikina, hnetusteikina sem gerð er úr hestlihnetum og sellerírót. Hnetusteikin sem er bragðljúf og mjúk undir tönn og í raun mjög ólík öllum þeim hnetusteikum á markaðnum. Hnetusteikin sem er undirbúin nokkurum dögum fyrir jól og lyktin af sellerírótarsoðinu er það sem kallar fram "það eru að koma JÓL" eftirvæntinguna. Það má því segja að hnetusteik á jólunum sé hefð, hefðin okkar.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, Jól Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, Jól Hildur Ómarsdóttir

Lífrænir kókostoppar

Það fer að líða að jólum og ég er bara farin að hlakka svolítið til. Hér kemur ein fullkomin smákökuuppskrift fyrir jólin sem fer betur í kroppinn en margar aðrar. Það skemmir heldur ekki fyrir að þessar taka enga stund, innihalda fá innihaldsefni og þarf ekki að baka. Alvöru klístraðir kókostoppar með “súkkulaði”-botni. Meiriháttar góðir.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum

Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflum

Árstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik engiferskot

Bleik engiferskot, þau þurfa alls ekki að vera bleik en mér finnst það skemmtilegra. Ég djúsa svo oft rauðrófur og til að fá bleika litinn vel ég að gera engiferskot í djúsvélinni beint á eftir rauðrófunum til að fá smá bleikan lit, það hefur engin áhrif á bragðið. Ég elska að eiga engiferskot í frysti og ég nota þau beint útí heitt vatn á morgnanna eða útí smoothie eða smoothieskálar sem er eiginlega nýja uppáhaldið mitt. Einn frosinn engifermoli útí blenderinn með hinu sem á að fara í smoothieskálina og hún verður extra fersk og það besta við það er að maður kemst upp með að setja meira af t.d. grænni ofurfæðu útí skálina þar sem engiferinn núllar bragðið út einhvernegin.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Tær grænmetissúpa

Tær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu. Hægt er að bæta baunum útí hana ef maður vill eins og ég hef gert hér á myndinni sem gerir hana aðeins matmeiri og saðsamari. Án baunanna er hún líka algjörlega frábær, létt í maga og fullkomin súpa til að gefa meltingunni smá hvíld, súpan hentar því vel til að fara mjúklega útúr föstu.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Það er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkku

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Lifandi guacamole

Ég er mikill súrkálsunnandi og var glöð að heyra að súrkálsúrvalið fer ört stækkandi í Krónunni. Ég fæ oft spurningar hvaða súrkál ég mæli með fyrir byrjendur og þar sem ég elska bara allt súrkál er ég sennilega ekki rétti aðilinn til að svara þessu en mögulega gæti þessi uppskrift komið til aðstoðar. Dagný sem rekur súrkál fyrir sælkera deildi um daginn með mér brilliant hugmynd að nýta súrkál sem sýrugjafann í guacamole. Ég prófaði það strax um kvöldið og vá það er alveg truflað! Bragðið er í raun bara ekta guacamole bragð en þú færð góðgerla sem bónus, sannkallað “lifandi gaucamole”. Ég notaði sítrónukálið ljúfa sem núna mun fást í verslunum Krónunnar.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hratkex … fyrir alla þá sem spyrja mig að því hvað ég geri úr djúshratinu

“Hvað geriru við hratið?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana í gegnum instagram, í það minnsta í hvert sinn sem ég sýni frá söfunum mínum. Djúsvélina hef ég notað daglega síðan í desember og það er kannski kominn tími á að ég svari þessari spurningu almennilega …. og með uppskrift.

Ég djúsa það mikið að ég næ alls ekki að nýta allt hratið. Í byrjun þegar ég var að finna taktinn í að djúsa daglega fór það mesta í ruslið en svo hófust kextilraunir og þá var ekki aftur snúið. Hér deili ég með ykkur hrákexi eða hratkexi þar sem ég nýti djúshratið úr gulrótum. Kexið er frábært með hverskonar smuráleggi og getur einnig borðast sem snakk. Í takt við lifandi lífstíl fannst mér viðeigandi að bera það hér fram með guacamole og toppa með “lifandi” spírum!

Það má segja að spírur séu hið fullkomna skraut, skraut með alvöru tilgang! Skrau

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Heslihnetukubbar

Hér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi, sennilega það fljótlegasta þar sem maður klessir því bara í form og sker það svo í kubba eftir kælingu. Kakósmjörið gerir það að verkum að þeir harðna í frysti og tolla saman. Ég viðurkenni að í hvert sinn sem ég hef gert þá hugsa ég alltaf um það hversu skemmtilegir þeir væru á svona bakka með berjum, kókoskúlum og kannski kasjúosti og grænmeti, þið vitið svona í partýbakka. Ég hef aldrei náð svo langt þar sem þeir hverfa áður en ég næ að gera ostinn eða kaupa berin en þetta er allavega hugmynd svona ef einhver er að fara að halda partý.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Ég er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þa

Read More