Bleik engiferskot
Bleik engiferskot, þau þurfa alls ekki að vera bleik en mér finnst það skemmtilegra. Ég djúsa svo oft rauðrófur og til að fá bleika litinn vel ég að gera engiferskot í djúsvélinni beint á eftir rauðrófunum til að fá smá bleikan lit, það hefur engin áhrif á bragðið. Ég elska að eiga engiferskot í frysti og ég nota þau beint útí heitt vatn á morgnanna eða útí smoothie eða smoothieskálar sem er eiginlega nýja uppáhaldið mitt. Einn frosinn engifermoli útí blenderinn með hinu sem á að fara í smoothieskálina og hún verður extra fersk og það besta við það er að maður kemst upp með að setja meira af t.d. grænni ofurfæðu útí skálina þar sem engiferinn núllar bragðið út einhvernegin.
Þú þarft:
100 gr ferskur lífrænn engifer (hann er sterkari en ólífrænn)
1 epli (rautt eða grænt)
1 sítróna
Aðferð:
Fyrsta skrefið til að fá bleika litinn er að vera nýbúin/nn að djúsa rauðrófur. Þessu skrefi má sleppa.
Skolið engiferinn vel og skerið burt það sem er ljótt, engifer er viðkvæm jurt svo stundum nær að myndast mygla þar sem hann hefur verið skorinn, skerið svoleiðis burt. Takið hýðið af ef þið eruð ekki með lífrænan engifer.
Afhýðið sítrónuna og rennið eplinu engifernum og sítrónunni í gegnum djúsvélina.
Það má að sjálfsögðu fá sér eitt skot strax, restinni er hellt í klakabox og setjið inní frysti.
Einn moli úr klakaboxi er passlegur skammtur útí heitt vatn á morgnanna og gott start inní daginn.
Verði ykkur að góðu.