SMÁRÉTTIR, Dressingar Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR, Dressingar Hildur Ómarsdóttir

Tahinidressing með döðlusírópi og balsamik

“Hvaða dressing er þetta?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ á miðlinum þegar ég sýni salötin mín svo mér datt í hug að bæta við dressingum inná síðuna. Ég geri ekki alltaf sömu dressinguna en ég viðurkenni að tahini er langoftast uppistaðan í dressingunum. Ég á það til að fá dellur fyrir einni dressingu í einu og oftast verður hún óvart til og kemur mér skemmtilega á óvart. Þetta er dæmi um svoleiðis dressingu.

Döðlur og Tahini er bragðsamsetning sem ég fæ ekki nóg af. Algjört miðausturlenskt nammi. Ég hef skrifað það hér áður en Miðausturlönd heilla mig alveg ótrúlega mikið þegar það kemur að matargerð. Tahini er hægt að nota á svo marga vegu og döðlur líka en saman fullkomnar það hvert annað. Hér er sæt dressing úr tahini, döðlusírópi og balsamik ediki.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Sæt dressing með kóreander og myntu

Hvað gerir salat að alvöru salati? …. stutta svarið er Dressing! Góð Dressing! Þú getur notað sama hráefnið í salöt en gert þau gjörólík með ólíkum dressingum. Í mínum huga inniheldur hin fullkomna dressing súrt, biturt, salt og sætt bragð. Ef þú ert að prófa þig áfram í dressingum getur oft verið gott að hafa þessi brögð í huga við val á hráefni og finna það magn sem myndar jafnvægi milli þeirra.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Heit salatskál með svörtum hrísgrjónum og karrýsósu

Er það ekki ótrúlega skemmtilegt þegar það bætist við vöruúrvalið hérlendis af heilnæmum, lífrænum, óunnum vörum…”whole foods”! Er til íslenskt orð yfir “whole foods”?

Þegar ég bjó í Svíþjóð uppgötvaði ég svört hrísgrjón. Þau voru í boði sem grunnur fyrir salat skálar á ótrúlega flottum nútímalegum salatstað sem lagði mikið uppúr gæða hráefni. Eftir það var ekki aftur snúið, þetta eru hrísgrjón með karakter, þau eru grófari undir tönn en þessi hvítu og verða ekki klessugrjón. Þau eru ekki bara skemmtileg á litinn heldur leyna þau á sér hvað varðar næringu. Dökki liturinn sem einkenna þau stafar af andoxunaref

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.

Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.

Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bra

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Ferskur salatdiskur með hummus og tahinisósu

Þessi salatdiskur á sér sögu í minni æsku. Við mamma köllum þetta tahini disk og var mamma vön að útbúa svona salatdisk fyrir mig af og til þegar við vorum tvær einar heima og ég elskaði það, þetta var svo mikill lúxus að fá svona mömmusalat. Það var í raun bara ferskt grænmeti (cellerí var algjört must!), salat og tahinisósa. Hér hef ég bætt við hummus til að gera diskinn enn saðsamari en það er í raun útfærslan sem varð til í fæðingarorlofi hjá mér. Hægt er að eiga niðurskorið grænmeti í boxi inní ísskáp og tilbúna dressingu og þá er þetta kærkomin máltíð á 2 mínútum fyrir foreldra í orlofi eða bara fyrir hvern þann sem vill einfalda sér lífið. Hér að neðan hef ég haft einfaldleikann að leiðarljósi og valið keyptan

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

MöndluMæjó

Þessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið verið að prófa allskonar dressingar til að gera salötin skemmtileg og fjölbreytt. Ágæt þumalputtaregla í dressingu er að hafa fitugjafa og eitthvað súrt, sætt og salt…. og svo má hugamyndaflugið hlaupa af stað. Fitugjafinn þarf ekki endilega að vera olía heldur er hægt að leika sér með hnetur, möndlur, fræ eða lárperu. Ég var oft að gera allskonar sósur úr kasjúhnetum en þar sem möndlur eru basískari hafa þær aðeins verið að heilla mig meira en hnetur þessa dagana.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Grænt salat með ristuðum hnetum og sesamdressingu

Veganar borða bara salat… ?

Það er ekki alveg satt en ég viðurkenni að ég gæti bara vel lifað á salati, jú því samsetningarmöguleikarnir eru endalausir og mér líður alltaf vel eftir á. Hér erum við að tala um salat sem uppfyllir að mínu mati allar þær kröfur sem salat þarf að uppfylla. Mér finnst mikið atriði að það innihaldi hráefni með ólíka áferð, sé saðsamt og að jafnvægi sé á súru, söltu og fersku bragði. Gleymum því svo ekki að við borðum líka með augunum og það skemmir ekki þegar það er fallegt á litinn. Bragðmikil dressingin setur svo punktinn yfir i-ið.

Read More