Quinoa salat með grænáli og ólífum

Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi

Þú þarft:

  • 2 bollar lífrænt quinoa frá Rapunzel

  • 4 bollar vatn

  • 100 gr grænkál

  • 1 tsk olía

  • 1 pottur steinselja

  • 10 ferskar döðlur

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1 krukka grænar steinlausar ólífur t.d. lífrænar frá Rapunzel

 

Dressing:

  • 1 dl olífuolía

  • 3/4 dl safi úr lífrænni sítrónu

  • 3 pressuð hvítlauksrif

  • 2 tsk ítalskt krydd

  • 1 tsk himalayasalt

  • 1/2 tsk gróft sinnep

  • 1/8 tsk cayanne pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á að sjóða quinoað, 2 bollar quinoa og 4 bollar vatn, á miðlungshita í ca 10-13 mínútur, eða þar til quinoað hefur drukkið í sig allt vatnið.

  2. Rífið grænkálið af stilkunum og skerið í þunnar ræmur. Komið grænkálinu fyrir í stóra skál og nuddið grænkálið létt með tsk af olíu þar til það verður örlítið mýkra. Steinhreinsið döðlurnar og klippið í litla bita og setjið útí skálina ásamt smáttskorinni steinselju, rauðlauk og grænum ólívum.

  3. Útbúið dressinguna með því að hrærið öllu sem í hana fer saman í lítilli skál.

  4. Að lokum er quinoanu og dressingunni bætt útí skálina með grænkálinu og blandað vel saman.

Quinoa salatið má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Sæt marokkósk linsusúpa

Next
Next

Tikkamasala tófú