Spírusamloka með tahini og sinnepi

Samlokur eru sennilega smurðar á flestum heimilum og afhverju ekki að setja spírur inní þær til að gera þær næringaríkari og bústa upp ensím- og vítamínbúskapinn? Það er mjög sniðug leið til að koma spírum inní daginn. Svo er fjölbreytileiki spíra líka skemmtilegur og gefur ólíkt bragð eftir ólíkum spírum, sumar eru nokkuð hlutlausar og aðrar með skemmtilegan karakter, veldu t.d. blaðlauksspírur fyrir smá laukbragð eða radísuspírur til að gera hana smá spicy.

Þetta er og hefur verið mín uppáhalds samloka alveg síðan ég bjó í Svíþjóð. Þetta er bragðbomba sem óvart varð til þegar svanga Hildur gramsaði í ísskápnum og tók fram allt sem mér fannst gott og varð svo góð að mér fannst tilefni til að skrifa hana niður til að gleyma ekki og nú fannst mér tilefni til að koma henni hingað á síðuna. Sinnep, tahini, sólþurrkaðir tómatar, avocado, rauðlaukur, papríka…. namm!! og nú líka spírur, brilliant!

Færslan er unnin í samstarfi við Ecospíru.

Þú þarft:

  • Brauðsneiðar - veldu þitt uppáhalds, samlokan er góð bæði með óristuðu eða ristuðu brauði. Hér er ég með glúteinlaust gulrótabrauð úr Brauðhúsinu.

  • Tahini - venjulega tek ég fram hvort velja skuli ljóst eða dökkt en mér finnst bæði hrikalega gott á þessari.

  • Sinnep

  • Avocado

  • Íssalat eða annað stökkt grænt salat

  • Papríka

  • Rauðlaukur

  • Sólþurrkaðir tómatar

  • Spírur - veldu þínar uppáhalds, hér er ég með blöndu af radísu-, brokkolí- & smáraspírum.

Aðferð:

  1. Skolið og skerið grænmetið og avocadoinn, eins mikið og þið ætlið að nota.

  2. Ristið brauðið ef þið kjósið það, þarf ekki, og smyrjið aðra brauðsneiðina með tahini og hina með sinnepi.

  3. Raðið salati, papríku, rauðlauk, avocado, sólþurrkuðum tómötum og spírum á aðra brauðsneiðina og lokið svo samlokunni með hinni brauðsneiðinni.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Myntuís með "súkkulaði"

Next
Next

Hummus pasta með súrkáli og ólífum