Kjúklingabaunasalat

Kjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði ferðalögin, útipiknik en líka skólanestið.

Það er að sjálfsögðu hægt að setja kjúklingabaunasalat inní vefju, útá salatskálina, nota sem meðlæti eða topping á bakaða kartöflu / sæta kartöflu, á kexið…. ég held þið náið þessu ;)

Read More
Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Spírusamloka með tahini og sinnepi

Samlokur eru sennilega smurðar á flestum heimilum og afhverju ekki að setja spírur inní þær til að gera þær næringaríkari og bústa upp ensím- og vítamínbúskapinn? Það er mjög sniðug leið til að koma spírum inní daginn. Svo er fjölbreytileiki spíra líka skemmtilegur og gefur ólíkt bragð eftir ólíkum spírum, sumar eru nokkuð hlutlausar og aðrar með skemmtilegan karakter, veldu t.d. blaðlauksspírur fyrir smá laukbragð eða radísuspírur til að gera hana smá spicy.

Read More