Oatly perludipp
Sænsk oatly perlu dip! Fyrsta uppskriftin sem ég póstaði með þangperlum varð heldur betur vinsæl. Þangperlur er staðgengill kavíarperla og einnkennast margir hátíðarréttir Svíja af einmitt kavíarperlum en auðvelt að veganæsa með því að nota þangperlur í staðinn. Við höldum okkur við sænskt þema og notum elsku uppáhalds Oatly sýrða og Oatly rjómaostinn í þessa uppskrift. Ég fer sjaldan útúr búð án þeirra. Þangperlurnar hafa fengist í ikea en því miður hefur verið skortur á þeim í einhvern tíma. Ég held í vonina að einhver matvöruverslun fari að flytja þetta inn.
Ólífu- & pestósnúðar
Vegan ólífu- & pestósnúðar á korteri! Eftir fyrsta bitann sagði mamma: “Þetta eru nú bara bestu pizzasnúðar sem ég hef smakkað”…….. Og ég er sammála henni!! Bragðmiklir, mjúkir, djúsí og svo einfaldir.
Waldorfsalat
Waldorfsalat með pekan hentum, sellerí, eplum og vínberjum. Salat sem er ómissandi um jólin og þökk sé vegan úrvalinu í dag er ekkert mál að setja það í vegan búning.