Carobkúlur
Carob er einhverskonar frændi Cacao og er oft notað eins og cacao en smakkast þó alls ekki eins. Carob er örlítið sætara og er algjörlega koffínlaust og inniheldur auk þess allskonar steinefni og b vítamín.
Bananaíspinnar
Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.
Lífrænn epla- og mangó íspinni
Hver man ekki eftir að hafa gert frostpinna úr djús?Þegar ég smakkaði epla- og mangó safann frá Beutelsbacher var það það fyrsta sem ég hugsaði að það væri örugglega geggjað að gera frostpinna úr honum því hann var svo þykkur og bragðmikill.